fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 13:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði Már Kristófersson, hagfræðiprófessor og varaformaður Viðreisnar, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ræddu um veiðigjöld í útvarpsþættinum Sprengisandi, sem var á dagskrá Bylgjunnar í dag.

Umræðurnar einkenndust af því að Daði og Heiðrún minntust á það að veiðigjöld væru flókin og að almenningur skildi þau ekki endilega. Þau voru sammála um margt en meira ósammála um annað.

Daði vill meina að veiðgjöldin séu heldur lág og segir að erfitt sé að komast að annarri niðurstöðu. „Samt sem áður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu, hvort sem maður ber þetta saman við hagtölur frá útgerðinni eða sambærilegar greiðslur hjá nágrannalöndum.“ Þá sagði Daði að það væri mjög erfitt að bera saman niðurstöður við tölur fyrri ára.

Heiðrún byrjaði á því að segjast vera sammála Daða í mörgu, enda hefðu þau rætt mikið saman um þessi mál seinustu ár.

Hún sagðist ekki geta tekið undir að gjöldin væru lág og sagði leiðinlegt hversu óaðgengileg umræðan væri fyrir fólk sem þekkti málefni veiðigjalda ekki eins vel og þau tvö. Hún sagði að veiðigjaldið væri um það bil þriðjungur af tekjum sjávarútvegsins, sem henni þætti sanngjarnt.

„Ég segi fullum fetum að það var alltof hátt“

Heiðrún telur að veiðigjöldin hafi verið allt of há árið 2018 vegna þess að þá hafi nokkurn veginn verið borguð tvöföld veiðigjöld, eða 60%. „Ég segi fullum fetum að það var alltof hátt.“

Þegar þáttarstjórnandi innti Daða eftir svörum við þessi spurði Daði þáttarstjórnanda hvort hann skildi hvernig veiðigjöldin væru reiknuð. Þáttarstjórnandinn viðurkenndi að stundum ætti hann í erfiðleikum með það. „Það eru ekki mjög margir sem skilja hvernig þetta er reiknað,“ sagði Daði og minntist á lausn sem hann og Heiðrún hefðu oft rökrætt um. Markmið þeirrar lausnar væri að einhverju leyti að einfalda veiðigjöldin, svo almenningur myndi skilja þau betur.

Þá sagði Daði að í raun væri alltaf hægt að segja að gjaldið væri vitlaust, vegna sveiflna í atvinnugreininni. Hann sagði að því væri gott ef almenningur myndi þekkja betur til. Stuttu seinna sagði Daði að galli kerfisins væru sveiflurnar og ef afkoma myndi versna myndu þau aftur mæta í Sprengjusand að ári, en þá myndu þau rífast um hvort að veiðgjöld væru of há.

Heiðrún sagði að Daði ætlaðist til of mikils af almenningi að skilja þetta. Hún sagði að í rauninni væri hægt að einfalda þetta sem tekjur mínus gjöld.  „Í grunninn er þetta ekki flóknara en það.“

Forðast kjarna málsins

Heiðrún sagði einnig að þau væru að forðast „kjarna málsins“, sem að hennar mati var: „að Daði er varaformaður flokks sem vill ekki veiðigjaldið, heldur uppboð aflaheimilda og þá finnst mér bara rétt að við ræðum það.“

Daði svaraði því: Hann benti á að hann hefði verið komin á skoðanir sínar löngu áður en hann byrjaði að taka þátt í pólítík. Síðan hrósaði hann því hversu góðir íslendingar væru í sjávarútvegsmálum, en „það eru eilífar deilur um kerfið. Og ég verð að viðurkenna að ég hef af því nokkrar áhyggjur að þjóðin muni á endanum gefast upp á núverandi fyrirkomulagi og taka upp eitthvað sem hugsanlega er miklu síðra. Mikið af þeim hugmyndum sem eru þarna úti eru að mínu viti ekki skynsamlegar.“

Daði hélt áfram: „Þær hugmyndir sem ég hef lagt fram, og eru líka hugmyndir sem Viðreisn hefur stutt, snúast um að fara út þessum lagavarða rétti sem aflahlutdeildin er og fara í samninga sem eru einkaréttarlegs eðlis og tímabundnir.“ Í hugmynd hans væri það ekki ríkið sem myndi hafa augun með málunum heldur myndi útgerðin ákveða veiðigjaldið.

Hann sagðist vonast til þess að þessi leið myndi skapa sátt, sem hann telur vera mjög mikilvægt. „Það er mjög vont fyrir útgerðina að búa við pólítíska óvissu.“ Þá tók hann fram að ekki væri víst hvort veiðigjaldið myndi hækka eða lækka við þetta.

„Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“

Heiðrún var ekkert sérstaklega spennt fyrir þessu og benti á að aðrar þjóðir, þar á meðal Færeyjar, hefðu farið svipaða leið, en hefðu hætt því. Hún sagði að afleiðingarnar væru aukin skuldsettning og samdráttur í hagnað, skatttekjur ríkjanna minnkuðu, ólöglegar veiðar ykjust og fjárfesting drægist saman.  Þá minntist hún á að í greinargerð Daða hefði hann minnst á einhver þessara áhrifa.

Daða fannst út í hött að minnast á Færeyjar í þessu samhengi, en að hans mati hefði framkvæmdin þar verið illa heppnuð. „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það. Öll sú útfærsla var mjög alvarlega gölluð. Það að benda á svona galna framkvæmd á uppboðum og segja að það þýði að uppboð virki ekki þykir mér svolítið langsótt.“ Daði bætti við að í raun hefði engin prófað kerfið sem hann væri að stinga upp á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“