Föstudagur 05.mars 2021
Eyjan

Guðmundur segir eldri konu í Samfylkingunni hafa fagnað því að hann fékk ekki sæti – Boðaður á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 11:24

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þrátt fyrir að hafa skrifað ótal margar greinar um fangelsismál og málefni fanga þá eru enn of margir sem haldnir eru fordómum. Innan okkar flokks gladdist til dæmis ágæt eldri kona yfir því að ég hefði ekki fengið sæti á lista. Konan breytti reyndar texta sínum nokkrum sinnum, hneykslaðist og gekk meira að segja svo langt að segjast ekki viss um hvort öruggt væri að viðra skoðun sína á mér. Ég velti fyrir mér hvort ég ætti að bjóða umræddri konu í kaffispjall en eflaust tæki hún því sem ógnun,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í ávarpi til stuðningsmanna sinna sem hann birtir í lokuðum Facebook-hópi í gær.

Konan mun hafa látið þessi orð falla í lokuðum Facebook-hópi Samfylkingarinnar. Þar segir konan að hún sé sátt við að einstaklingur sem fékk 12 ára fangelsisdóm hafi ekki verið valinn á framboðslista Samfylkingarinnar. Konan tekur þó fram að hún telji ekki að fólk sem fær einhvern tíma dóm eigi ávallt að koma að lokuðum dyrum í samfélaginu. Það sé hins vegar mikill munur á því að vera valinn til setu á Alþingi og að vera útskúfaður.

Nokkur titringur hefur verið vegna framboðsmála Samfylkingarinnar en mál Guðmundar hefur þar sérstöðu. Guðmundur er á reynslutíma eftir að hafa afplánað meirihluta dóms síns vegna fíkniefnasmygls. Hann hefur unnið ötullega að hagsmunamálum fanga undanfarin ár og taldi mikilvægt að þeir ættu rödd á Alþingi. Guðmundur telur kosningalögin vera skýr og samkvæmt þeim hafi hann verið kjörgengur. Sú ákvörðun að veita honum ekki sæti á lista byggi á ruglingi á milli reynslulausnar og reynslutíma en Guðmundur er á reynslutíma núna.

Guðmundur hefur verið boðaður á fund í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða um kjörgengi einstaklinga. Frumkvæði að fundinum átti Andrés Ingi Jónsson, sem nýlega gekk til liðs við þingflokk Pírata.

Í ávarpi sínu til stuðningsmanna segist Guðmundur ætla að starfa áfram í Samfylkingunni og hann sé ánægður með þá framboðslista sem Samfylkingin hafi stillt upp í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gerir upp ævintýralegt kjörtímabil – „Allt sem gerðist lítur út fyrir að hafa ekki getað orðið öðruvísi“

Gerir upp ævintýralegt kjörtímabil – „Allt sem gerðist lítur út fyrir að hafa ekki getað orðið öðruvísi“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu