fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Þingflokksformaður lýtur í lægra haldi fyrir varaþingmanni

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 11:12

Bjarkey Olsen og Óli Halldórsson. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaðurinn og þingflokksformaðurinn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir laut í lægra haldi fyrir varaþingmanninum Óla Halldórssyni í baráttunni um fyrsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Bjarkey er í öðru sæti listans, rétt eins og fyrir síðustu kosningar en þá var í fyrsta sæti Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur ákveðið að hætta á þingi.

Þrjú sóttust eftir því að leiða listann, þau Bjarkey, Óli og Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og  framhaldsskólakennari.

13.-15. febrúar fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðausturkjördæmi. Valið var í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

  1. sæti Óli Halldórsson með 304 atkvæði í 1. sæti
  2. sæti Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir með 293 atkvæði í 1.-2. sætið
  3. sæti Jódís Skúladóttir með 297 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. sæti Kári Gautason með 337 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. sæti Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir með 322 atkvæði í 1.-5. sæti

 

12 voru í framboði

Á kjörskrá voru 1042

Atkvæði greiddu 648

Kosningaþáttaka var 62%

Auðir seðlar og ógildir voru 0

 

Kjörstjórn leggur fram lista með 20 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun