fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Eyjan

Þingflokksformaður lýtur í lægra haldi fyrir varaþingmanni

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 11:12

Bjarkey Olsen og Óli Halldórsson. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaðurinn og þingflokksformaðurinn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir laut í lægra haldi fyrir varaþingmanninum Óla Halldórssyni í baráttunni um fyrsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Bjarkey er í öðru sæti listans, rétt eins og fyrir síðustu kosningar en þá var í fyrsta sæti Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur ákveðið að hætta á þingi.

Þrjú sóttust eftir því að leiða listann, þau Bjarkey, Óli og Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og  framhaldsskólakennari.

13.-15. febrúar fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðausturkjördæmi. Valið var í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

  1. sæti Óli Halldórsson með 304 atkvæði í 1. sæti
  2. sæti Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir með 293 atkvæði í 1.-2. sætið
  3. sæti Jódís Skúladóttir með 297 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. sæti Kári Gautason með 337 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. sæti Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir með 322 atkvæði í 1.-5. sæti

 

12 voru í framboði

Á kjörskrá voru 1042

Atkvæði greiddu 648

Kosningaþáttaka var 62%

Auðir seðlar og ógildir voru 0

 

Kjörstjórn leggur fram lista með 20 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki

Guðrún Karls Helgudóttir: Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Það þarf tekjur til að byggja upp samfélag

Sigmundur Ernir skrifar: Það þarf tekjur til að byggja upp samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki vænlegt að treysta á velvilja og skjól Bandaríkjanna eins og við höfum gert

Gylfi Magnússon: Ekki vænlegt að treysta á velvilja og skjól Bandaríkjanna eins og við höfum gert
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020