fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Eyjan

Þingflokksformaður lýtur í lægra haldi fyrir varaþingmanni

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 11:12

Bjarkey Olsen og Óli Halldórsson. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaðurinn og þingflokksformaðurinn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir laut í lægra haldi fyrir varaþingmanninum Óla Halldórssyni í baráttunni um fyrsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Bjarkey er í öðru sæti listans, rétt eins og fyrir síðustu kosningar en þá var í fyrsta sæti Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur ákveðið að hætta á þingi.

Þrjú sóttust eftir því að leiða listann, þau Bjarkey, Óli og Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og  framhaldsskólakennari.

13.-15. febrúar fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðausturkjördæmi. Valið var í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

  1. sæti Óli Halldórsson með 304 atkvæði í 1. sæti
  2. sæti Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir með 293 atkvæði í 1.-2. sætið
  3. sæti Jódís Skúladóttir með 297 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. sæti Kári Gautason með 337 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. sæti Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir með 322 atkvæði í 1.-5. sæti

 

12 voru í framboði

Á kjörskrá voru 1042

Atkvæði greiddu 648

Kosningaþáttaka var 62%

Auðir seðlar og ógildir voru 0

 

Kjörstjórn leggur fram lista með 20 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Tilbúinn lóðaskortur keyrir upp lóðaverð og hækkar íbúðaverð

Vilhjálmur Egilsson: Tilbúinn lóðaskortur keyrir upp lóðaverð og hækkar íbúðaverð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið