fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Segir að innrás Rússa í Úkraínu geti hrundið þriðju heimsstyrjöldinni af stað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 08:00

Rússneskir hermenn við æfingar á Krím. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yuliia Laputina, ráðherra málefna uppgjafahermanna í Úkraínu, segir að ef Rússar ráðast af fullum þung á Úkraínu, eins og margir telja að þeir hafi í hyggju, þá séu Úkraínumenn reiðubúnir til að verjast. Hún segir að slík árás geti einnig hrint þriðju heimsstyrjöldinni af stað.

Þetta sagði Laputina, sem áður var einn af æðstu yfirmönnum úkraínsku leyniþjónustunnar, í samtali við Sky News. Hún sagði að ef Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ákveði að beita hernum gegn Úkraínu þá muni það hafa afleiðingar langt út fyrir úkraínsku landamærin. „Ef Rússar gera innrás núna, þá ættuð þið að huga að Balkanskaga. Því sem Rússar eru að gera í Serbíu núna, þeir eru að reyna að efna til ófriðar á Balkanskaga,“ sagði hún og bætti við: „Við tökum einnig upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar með í reikninginn.“

Þegar hún var spurð hvort hætta sé á að innrás Rússa í Úkraínu muni hrinda þriðju heimsstyrjöldinni af stað, sagði hún að hætta væri á því. Það sé ekki ólíklegt. Það þurfi því að veita málefnum Úkraínu mikla athygli vegna öryggis Evrópu. „Þetta, stríð vegna innrásar Rússa í Úkraínu, mun verða mun víðtækara en bara í Úkraínu,“ sagði hún.

Hún sagði að meirihluti 400.000 uppgjafahermanna á aldrinum 20 til 60 ára sé reiðubúinn til að grípa til vopna og verja Úkraínu ef Rússar ráðast á landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“