fbpx
Fimmtudagur 19.maí 2022
Eyjan

Óska eftir 500 milljón króna framlagi frá ríkinu til byggingar bálstofu

Eyjan
Föstudaginn 3. desember 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Tré lífsins– bálstofa og minningagarðar ses. og Bálfarafélag Íslands hafa lagt fram ósk um stofnkostnaðarframlag frá íslenska ríkinu til byggingar bálstofu Tré lífsins í Rjúpnadal í Garðabæ. Stofnkostnaðarframlagið sem sótt er um eru 500.000.000 kr.  Beiðni félagsins var send til fjárlaganefndar Alþingis og fulltrúar stjórnar Tré lífsins munu funda með fjármálaráðherra í næstu viku um málið.

Í tilkynningu til fjölmiðla kemur fram að allir Alþingismenn hafi fengið sent erindi frá Tré lífsins þar sem óskað hefur verið eftir stuðningi þeirra við verkefnið, enda sé það þverpólitískt og varðar mál sem snertir alla landsmenn. Bálstofan í Fossvogi hefur verið í rekstri síðan árið 1948, í 73 ár, og hefur innan við eitt ár til þess að skila heilbrigðiseftirlitinu áætlun um uppsetningu mengunarvarnarbúnaðar, sem ekki er til staðar í bálstofunni. Vegna þess hve gömul bálstofan er verður ekki hægt að setja mengunarvarnarbúnað á hana og því er ljóst að byggja verður nýja bálstofu á Íslandi. Tré lífsins vill taka við þessu þjónustuhlutverki og um leið bjóða upp á nýja valmöguleika sem varða gróðursetningu á ösku fólks ásamt tré í minningagarði og óháð rými til að halda ýmsar athafnir.

Tré lífsins er frumkvöðlaverkefni sem hefur verið í þróun undanfarin sex ár. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, stofnandi Tré lífsins segir að: ,,mikilvægt er að Tré lífsins verði að veruleika m.t.t. umhverfismála, virðingar við val einstaklingsins, sanngirni á milli trúar- og lífsskoðunarfélaga, til að veita betri þjónustu við landsbyggðina í þessum málum og til þess að við getum kvatt ástvini okkar á fallegan hátt í takt við óskir hvers og eins.“

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, stofnandi Trés Lífsins

Hér að neðan má lesa erindið sem sent var á Alþingismenn:

Fyrir hönd Bálfarafélags Íslands (kt. 670721-0780) og Tré lífsins- bálstofa og minningagarðar ses (kt. 640620-0800) vil ég leggja fram beiðni Tré lífsins um stofnkostnaðarstyrk frá íslenska ríkinu að upphæð 500.000.000kr til byggingar óháðs athafnarýmis, minningagarðs og nýrrar bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ. 

 

Það er mikil þörf fyrir nýrri bálstofu á Íslandi og því nauðsynlegt að hefja byggingu hennar sem fyrst. Tré lífsins er komið með samþykki Sýslumanns fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofu í aðalatriðum, búið að fá úthlutaðri lóð í Garðabæ og aðal- og deiliskipulag hefur verið staðfest af Skipulagsstofnun (sjá skjöl í viðhengi). Búið er að tryggja 80% lánsfjármögnun til verkefnisins og stofnkostnaðarstyrknum sem nú er sótt um er ætlað að vera eigin fé verkefnisins. Þegar eigið fé hefur verið tryggt er forsvarsfólk Tré lífsins tilbúið til þess að hefja framkvæmdaferlið.

 

Á fjárlögum árið 1939 veitti íslenska ríkið styrk til stofnunar bálstofunnar í Fossvogi sem stofnuð var af fimm frumkvöðlum sem stýrðu Bálfarafélagi Íslands (1934-1964). Það félag reisti bálstofuna í Fossvogi og hóf bálfarahefðina á Íslandi árið 1948 þegar fyrsta brennslan fór fram (sjá meira á www.balfarafelag.is ). Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma tóku við rekstri bálstofunnar af Bálfarafélaginu og hafa séð um hann sl. 73 ár. Þegar bálstofunni í Fossvogi verður lokað viljum við taka við af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmis, sem óháður aðili, og þjónusta Íslendinga um bálfarir, enda eiga kirkjugarðarnir í fjárhagsvandræðum og treysta sér ekki til að reka áfram bálstofu í Fossvogi.

 

Starfsleyfi bálstofunnar í Fossvogi er skilyrðum háð þar sem hún uppfyllir ekki mengunarvarnir og hafa Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis innan við eitt ár til að skila tillögum um uppsetningu hreinsibúnaðar og fjögur ár til að setja hann upp (sjá starfsleyfi bálstofunnar í viðhengi, lið 1.4, 5.1 og 5.2). Bálstofan annar ekki þeim fjölda bálfara sem er í dag og fyrirsjáanlegt er að verði á næstu árum. Bálfarafélag Íslands var endurvakið sl. sumar til þess að styðja við að Tré lífsins taki við hlutverki bálstofunnar í Fossvogi og bjóði upp á umhverfisvænar bálfarir, óháð athafnarými og minningagarða þar sem ástvinir geta dreift ösku eða gróðursett tré ásamt henni á hlutlausu svæði (eða jarðsett hana í kirkjugarði, allt eftir vali hvers og eins). Tré lífsins er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum og öllum opið og hafa fyrirætlanir okkar lagst vel í stjórnendur trúar- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi sem öll hafa fengið að vita af verkefninu. 

 

Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma hefur lýst hugmyndum sínum um að reisa nýja bálstofu á Hallsholti í Grafarvogi, hugmynd sem er yfir 20 ára gömul og verður að teljast hæpið að eigi við lengur. Til þess að reisa hana þarf rúmlega 2 milljarða króna sem hann hyggst sækja til ríkisins og sveitarfélaga. Það er ekki í takt við tíðarandann og fjölbreytileika samfélagsins að leggja slíka fjárhæð til eins trúfélags (biskup er yfirmaður kirkjugarðanna og kirkjugarðaráðs sem fer með kirkjugarðasjóð) umfram hin 52 sem eru í landinu, enda ekkert sem segir í lögum að bálstofa skuli rekin af trúar- eða lífsskoðunarfélagi. 

 

Tré lífsins er sjálfseignastofnun í atvinnurekstri og félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni. Allur hagnaður sem til verður fer aftur inn í félagið en þó verður leyfilegt að greiða út styrki til sorgar- og sjúklingasamtaka, náttúruverndar- og skógræktarfélaga. Bálfarafélag Íslands eru frjáls félagasamtök sem ekki stunda atvinnurekstur og er eingöngu ætlað að styðja við Tré lífsins og halda sögu og markmiði Bálfarafélags Íslands 1934-1964 á lofti.

Erindi þetta var sent til fjárlaganefndar sl. sumar en var þá vísað til Dómsmálaráðuneytisins og þaðan til Sýslumanns sem veitti samþykki þann 1.október 2021. Þar sem öll undirbúningsvinna hefur verið unnin, komin er lóð fyrir húsnæðið og samþykki Sýslumanns liggur fyrir þá heyrir málið undir fjármálaráðherra, enda brýnt að koma því á fjárlög næsta árs til að tryggja áframhaldandi líkbrennslu á Íslandi.

Við höfum óskað eftir fundi með fjármálaráðherra sem allra fyrst um fjárfestingaframlag undir lið 34.20 á fjárlögum sem stofnkostnaðarstyrk frá íslenska ríkinu til sjálfseignastofnunarinnar Tré lífsins. Það yrði mikill styrkur að fá stuðning fjárlaganefndar við málið, enda er það algjörlega þverpólitískt, mikilvægt og varðar alla þjóðina. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Stjórnarmynstrið gengur ekki upp

Björn Jón skrifar: Stjórnarmynstrið gengur ekki upp
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur“

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Framtíð menntunar

Framtíð menntunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Niðurnítt umhverfi og slysagildrur í Öldutúnsskóla – „Undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona“

Niðurnítt umhverfi og slysagildrur í Öldutúnsskóla – „Undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Auglýsing Vinstri Grænna í Hafnarfirði vekur athygli – „Setjum X við D“

Auglýsing Vinstri Grænna í Hafnarfirði vekur athygli – „Setjum X við D“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stóra undirskriftamálinu vísað til héraðssaksóknara – „Þetta er bara orð á móti orði“

Stóra undirskriftamálinu vísað til héraðssaksóknara – „Þetta er bara orð á móti orði“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Steinar gáttaður eftir samtal við þingmann – „Það er eins og þeir haldi að almenningur sem fylgist með sé sauðheimskur“ 

Jón Steinar gáttaður eftir samtal við þingmann – „Það er eins og þeir haldi að almenningur sem fylgist með sé sauðheimskur“