fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Bandaríkjaþing kom í veg fyrir stöðvun alríkisstarfsemi á síðustu stundu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 06:07

Bandaríska þinghúsið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Báðar deildir Bandaríkjaþings samþykktu í gær lagafrumvarp sem tryggir að starfsemi alríkisins stöðvast ekki vegna fjárskorts en það hefði gerst á morgun ef þingið hefði ekki samþykkt frumvarpið. Með því er skuldaþak ríkisins hækkað, það er að segja það þak sem er á heildarupphæðinni sem alríkið má skulda.

Frumvarpið tryggir starfsemi alríkisins næstu 11 vikurnar. Það var samþykkt af öldungadeildinni í gærkvöldi, 69 studdu frumvarpið og 28 voru á móti. Fyrr um daginn var það samþykkt í fulltrúadeildinni þar sem 221 studdi það og 212 voru á móti, aðeins einn Repúblikani greiddi atkvæði með frumvarpinu.

Nú þarf Joe Biden, forseti, að skrifa undir frumvarpið og þá er það orðið að lögum. Talið er öruggt að hann muni skrifa undir lögin og þar með taka þau gildi.

Ef frumvarpið hefði ekki verið samþykkt hefði hluti af starfsemi alríkisins stöðvast. Það var lengi vel óljóst hvort það yrði samþykkt í öldungadeildinni því lítill hópur Repúblikana hafði hótað að greiða atkvæði gegn því ef Biden afturkallaði ekki ákvörðun sína um að skylda opinbera starfsmenn í bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn