fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Segir að Trump hafi greinst með COVID-19 þremur dögum fyrir kappræður við Biden og hafi sótt kosningafund

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 07:50

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í væntanlegri bók „The Chief‘s Chief“ eftir Mark Meadows, fyrrum starfsmannastjóra Donald Trump kemur fram að Trump hafi greinst með COVID-19 þremur dögum áður en hann átti að etja kappi við Joe Biden í sjónvarpskappræðum þann 29. september 2020.

The Guardian skýrir frá þessu en blaðið hefur fengið eintak af bókinni. Skömmu eftir sýnatökuna var aftur tekið sýni úr Trump og reyndist það neikvætt en nokkrum dögum síðar varð hann svo veikur að það varð að leggja hann í skyndi inn á sjúkrahús.

Meadows segir að Trump hafi verið með væg einkenni þegar hann greindist með kórónuveiruna en hafi samt sem áður ákveðið að mæta Biden í kappræðum.

Hann segir einnig að niðurstaða sýnatökunnar hafi legið fyrir þegar Trump var í þann mund að yfirgefa Hvíta húsið þann 26. september 2020 en þá var hann á leið á framboðsfund í Pennsylvania.

Fyrr um daginn höfðu um 150 manns sótt samkomu í Rósagarði Hvíta hússins þar sem Trump kynnti Amy Coney Barret sem væntanlegan hæstaréttardómara. Þessi samkoma var síðar skilgreind sem ofursmitsamkoma því margir smituðust af veirunni þar.

„Sjáðu til þess að forsetinn fari ekki neitt,“ sagði þáverandi læknir Hvíta hússina að sögn Meadows þegar niðurstaða fyrstu sýnatökunnar lá fyrir. En það var of seint var lækninum sagt.

Þegar Meadows tilkynnti Trump um niðurstöðu sýnatökunnar um borð í Air Force One sagði Trump: „Fjandinn, þú ert vonandi að grínast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi