fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Kínverjar krefjast þess að ESB leiðrétti mistök sín í Taívan

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 10:15

Fánar ESB og Taívan. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar eru öskureiðir yfir heimsókn sendinefndar frá Evrópusambandinu til Taívan í gær. í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu sagði að Evrópa eigi að hætta að senda röng skilaboð til aðskilnaðarsinnanna á Taívan.

Sendinefnd frá ESB fundaði með Tsai Ing-Wen, forseta Taívan, í gær. Kínverska utanríkisráðuneytið sagði að fundi loknum að ef þessu linni ekki muni það skaða samband ESB og Kína. „Við höfum beðið ESB um að leiðrétta þessi mistök og ekki senda röng skilaboð til aðskilnaðaraflanna sem tala fyrir sjálfstæði Taívan,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins í gær.

Sendinefnd ESB sagði í gær að Taívan sé verðmæt eyja sem verði að vernda. „Við komum hingað með einfaldan og skýran boðskap: Þið eruð ekki alein. Evrópa stendur með ykkur í að verja frelsið og réttarríkið og mannlega virðingu,“ sagði leiðtogi nefndarinnar, Frakkinn Raphael Glucksman.

Glucksmann er þekktur fyrir gagnrýni sína á Kína og fyrr á árinu settu stjórnvöld í Peking hann á lista yfir þá sem ekki mega koma til landsins.

Kínverska kommúnistastjórnin krefst þess að Taívan verði hluti af Alþýðulýðveldinu Kína en íbúar Taívan hafa lítinn áhuga á því. Þar búa 23,5 milljónir í þróuðu lýðræðisríki og hafa því lítinn áhuga á að lenda undir hæl kommúnistastjórnarinnar í Peking.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun