fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Formaður Repúblikanaflokksins viðurkennir að Biden hafi sigrað í forsetakosningunum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 15:00

Ronna McDaniel. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronna McDaniel, formaður landsstjórnar Repúblikanaflokkins, viðurkenndi nýlega að Joe Biden hefði sigrað Donald Trump í forsetakosningunum á síðasta ári og að hann væri réttkjörinn forseti. Hún sagði einnig að „mörg vandamál“ hefður komið upp í tengslum við kosningarnar og að þau yrðu fulltrúar flokksins að takast á við.

„Því miður sigraði Joe Biden í kosningunum og það er sársaukafullt að horfa upp á það. Hann er forseti. Við vitum það,“ sagði McDaniel á morgunverðarfundi á vegum the Christian Science Monitor í Washington D.C. CNN skýrir frá þessu.

Landsstjórn Repúblikanaflokksins hefur mánuðum saman gagnrýnt Biden í fréttatilkynningum  en ummæli McDaniels eru þau fyrstu þar sem formaður flokksins viðurkennir að Biden hafi sigrað í kosningunum.

Þrátt fyrir ummæli hennar hefur ekki dregið úr viðleitni Donald Trump, sem tapaði fyrir Biden, við að dreifa samsæriskenningum og lygum um niðurstöður kosninganna. McDaniel sagði á fundinum að Trump hafi mikil áhrif innan flokksins. Hún vildi ekki svara spurningu um hvort tilraunir Trump til að fá Mike Pence, varaforseta, til að stöðva samþykkt þingsins á kjöri Biden hafi verið andstæðar stjórnarskránni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn