fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Mogginn skýtur á Guðmund sem skýtur til baka – „Óvænt séð eigin spegilmynd í morgunsárið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 09:57

Guðmundur Gunnarsson. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, lenti utan þings í annarri talningu í Norðvesturkjördæmi. Hann hefur lýst því yfir að verði það niðurstaða undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar að láta þá kosningu gilda muni hann kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE).

Staksteinar Morgunblaðsins skjóta á Guðmund fyrir þetta í pistli dagsins, segja hann vera að þjóna eigin hagsmunum og það sé viðeigandi að frambjóðandi Viðreisnar ætli að vísa málinu til erlends dómstóls enda sé það stefna Viðreisnar að koma Íslandi undir erlent vald:

„Það er út af fyr­ir sig viðeig­andi að fram­bjóðandi Viðreisn­ar, sem ekki náði kjöri til Alþing­is, skuli ætla að „vísa mál­inu“ til er­lends dóm­stóls, Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Þetta er viðeig­andi vegna þess að Viðreisn hef­ur það á stefnu­skrá sinni að koma Íslandi und­ir er­lent vald. Og Viðreisn get­ur ekki beðið eft­ir að þessi áform nái fram að ganga, held­ur kýs að taka for­skot á sæl­una og af­sala völd­un­um fyr­ir­fram út fyr­ir land­stein­ana.“

Staksteinar segja að barátta Guðmundar beri öll merki eiginhagsmundapots. Guðmundur hins vegar, sem bregst við pistlinum í pistli á FB-síðu sinni, telur hins vegar að þarna hafi Staksteinahöfundur ruglast á sér og eigin spegilmynd, hann segir að barátta sín í málinu hafi ekkert með eiginhagsmuni að gera. Segir hann hollt að sjá inn í hugarheim höfundarins:

„Það er samt mjög hollt að fá innsýn í hugarheim höfundar. Ákveðin stúdía. Færir okkur endanlega staðfestingu á því að við verðum að ýta þessu fleyi úr vör sem fyrst. Armurinn, sem slík rödd tilheyrir, mun aldrei aðhafast neitt án utanaðkomandi yfirhalningar. Það er ekki einu sinni víst að það dugi til því það er ekki eins og þeir hafi lært eitthvað af fyrri yfirhalningum úr sömu átt.“

Guðmundur segist gera sér fulla grein fyrir því að niðurstaða Alþingis í málinu muni standa. Kæran til MDE verði ekki lögð fram til að breyta niðurstöðunni:

„Að skjóta málinu til MDE snýst ekki um að snúa við ákvörðun Alþingis, fari svo að hneykslið verði samþykkt.

Það hefur heldur ekkert með það að gera að kærendur reyni að troða sér á þing. Það er misskilningur sem skýrist mögulega af því að höfundur staksteina hafi óvart séð eigin spegilmynd í morgunsárið.

Alþingi mun eiga síðasta orðið og þar við situr. Ef skandallinn fær að standa þá er það endanlegt. Það þarf enginn að hrútskýra það neitt frekar. Það kunna fleiri að lesa sér til gagns en þeir sem ólust upp við olíulampa.

Það stendur einfaldlega til að kæra svo okkur lánist sem fyrst að lagfæra augljósar misfellur gallaðs kerfis. Til að tryggja að svona eftirmálar sprellikosninga heyri sögunni til. Upp á framhaldið. Til að hjálpa okkur að rétta kúrsinn og stilla kompásinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki