fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Krista Hall gengur til liðs við Brandenburg

Eyjan
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 11:45

Krista Hall

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grafíski hönnuðurinn Krista Hall hefur verið ráðin til starfa hjá Brandenburg auglýsingastofu. Krista hefur mikla reynslu og hefur getið sér gott orð í faginu. Hún útskrifaðist í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2014. Eftir nám var hennar fyrsta stóra verkefni að hanna og skapa teiknaðan heim fyrir tölvuleikinn og appið Mussila sem ætlað er að kenna börnum tónlist. Þá hefur Krista um árabil haft umsjón með útliti á sælkerahátíðinni Food and Fun. Árið 2018 réð Krista sig til starfa hjá Tvist auglýsingastofu og tók þar stöðu umsjónarhönnuðar (e. Art Director) fyrr á þessu ári. Krista hefur nú verið ráðin á Brandenburg, í stöðu umsjónarhönnuðar.

Hrafn Gunnarsson er hugmynda- og hönnunarstjóri á Brandenburg. „Það er mikill fengur að fá Kristu til liðs við okkur á Brandenburg. Hún er öflugur og hugmyndaríkur hönnuður og er strax farin að láta til sín taka á stofunni. Krista smellpassar inn í hópinn og fellur vel að hugmyndafræðinni okkar á Brandenburg. Við leggjum mikla áherslu á árangursdrifna hugmyndavinnu sem við teljum að sé lykilatriði í farsælli uppbyggingu á vörumerkjum. Þar er Krista strax að koma virkilega sterk inn,“ segir Hrafn.

Hjá Brandenburg starfa tæplega 40 sérfræðingar á sviði vörumerkjaráðgjafar, hönnunar, hugmyndavinnu og textagerðar auk þess að sjá um birtingar, kaup og ráðgjöf gegnum snjallbirtingafyrirtækið Datera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“