fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Eyjan

Baldur yfirgefur Miðflokkinn – Ítrekað orðið vitni að starfsháttum og framkomu sem hann sættir sig ekki við

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sagt sig úr flokknum. Birti hann yfirlýsingu um þetta á Facebook-síðu sinni. Baldur segist ítrekað hafa orðið vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum flokksins sem hann sætti sig ekki við, en yfirlýsing hans er eftirfarandi:

„Ég tilkynni hér með úrsögn mína úr Miðflokknum.

Ég lýsi því jafnframt yfir að ég mun standa við kjör mitt með framboði M-lista og sitja áfram sem fyrsti varamaður framboðsins í borgarstjórn Reykjavíkur til loka yfirstandandi kjörtímabils.

Sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum og ég hyggst rækja skyldur mínar gagnvart kjósendum mínum af sömu heilindum og einlægni og ég hef gert frá upphafi.

Ekki er þörf á að tíunda ástæður ákvörðunar minnar að öðru leyti en því að ég hef í störfum mínum í borgarstjórn ítrekað orðið vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum

Miðflokksins sem ég get með engu móti sætt mig við.

 

Með vinsemd og virðingu,

Baldur Borgþórsson Varaborgarfulltrúi M-lista í Reykjavík“

Í samtali við DV segist Baldur ekki síðar vilja tjá sig um persónur en ljóst sé af yfirlýsingu hans að samstarfið við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn gangi ekki vel. Vill hann þó ekki frekar tjá sig um það. Hann segist munu starfa sem óháður borgarfulltrúi fram á vorið en sveitstjórnarkosningar verða í maí. Hann viti hins vegar ekki hvort hann hverfi úr nefndum og ráðum sem hann hefur setið í á vegum flokksins, það sé á valdi Vigdísar.

Baldur segist hafa haft mikla ánægju af starfinu en veit ekki hvar hann ber niður næst. „Það má segja það að ég sé að upplifa það hartnær sextugur að vera bara munaðarlaus eins og stendur,“ segir Baldur og hlær.

Hann segir framtíðina óráðna en hann hafi vissulega áhuga á að starfa áfram að borgarmálum. „Ég myndi ekkert þrá meira en að starfa áfram á þessum vettvangi,“ segir hann.

DV hafði samband við Vigdísi Hauksdóttur vegna málsins og hafði hún aðeins þetta að segja um brotthvarf Baldurs úr Miðflokknum:

„Ég þakka honum samstarfið og óska honum góðs gengis í því sem hann kemur til með að gera í framtíðinni“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“
Eyjan
Í gær

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orri Páll verður formaður þingflokks VG

Orri Páll verður formaður þingflokks VG
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar