fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
Eyjan

Laugardalurinn fái að vera í friði fyrir smáhýsum meirihlutans

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 7. október 2021 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg hyggst á næstunni koma upp smáhýsum fyrir heimilislausa í Laugardalnum. Tillaga um breytingu á deiliskipulagi austurhluta Laugardasins vegna afmörkunar nýrrar lóðar undir slík hýsi var  lögð fyrir borgarráð í dag og mun málið fara til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar á á næstunni. Munu smáhýsin rísa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.

Reykjavíkurborg hefur verið að koma slíkum búsetuúrræðum upp víða um borg, meðal annars í Gufunesi og í Hlíðahverfinu. Um umdeilt úrræði er að ræða og iðulega hafa íbúar eða aðrir hagsmunaaðilar mótmælt áformunum. Það sama gildir um smáhýsabyggðina í Laugardal en íþróttafélög og íbúar við Laugardal hafa mótmælt áforunum harðlega.

Víkjandi búsetuúrræði

Þau mótmæli virðast þó ekki stöðva borgarfulltrúa meirihlutans í að keyra málið áfram. Í bókun sem borgarfulltrúarnir lögðu fram við afgreiðslu málsins úr borgarráði kemur fram að hýsin séu hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið í heimilisleysi og hefur miklar þjónustuþarfir.

„Hafa ber í huga að þó þessi hús séu tímabundin í staðsetningu sinni þá eru þau heimili fólks, ekki dvalarheimili eða lokuð stofnun, og þurfa að vera nálægt þeirri þjónustu og samfélagsinnviðum sem borgarbúar þurfa að nýta. Ekki er auðvelt ná sátt um staðsetningu þeirra í íbúðabyggð eða blandaðri byggð og því þarf að leita á staði sem eru í námunda við sömu innviði á öðrum skipulagssvæðum. Hér er um að ræða opið svæði en samkvæmt gildandi aðalskipulagi er heimild til að koma fyrir slíkum búsetuúrræðum á slíku svæði. Þó ber að hafa í huga að þau eru víkjandi og hafa ekki áhrif á langtímanotkunarmöguleika svæðisins. Fulltrúar meirihlutans telja að nálægð við útivistarsvæði, almenningssamgöngur og samfélagsinnviði muni hafa jákvæð áhrif á þau sem þar munu koma til með að búa og vona að hverfið taki vel á móti þeim,“ segir í bókuninni.

Ekki griðarstaður ef smáhýsi rísa

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru hinsvegar ekki á sama máli og lögðu fram bókun sem er á öndverðum meiði við skoðun meirihlutans.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík.

„Mikilvægt er að taka á vanda húsnæðislauss fólks með raunhæfum og góðum lausnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að Laugardalurinn fái að vera í friði fyrir íbúðaáformum, hvort sem um er að ræða smáhýsi eða stórhýsi. Áform um smáhýsi í Laugardal stangast á við þau sjónarmið sem hafa ríkt um að Laugardalurinn verði griðastaður útvistar og íþrótta. Ekki á að heimila íbúðabyggð með neinum hætti í Laugardalnum enda verður enn meiri þörf fyrir dalinn sem útivistar- og íþróttasvæði í framtíðinni en nú er,“ bókuðu Sjálfstæðismenn.

Kolbrún Baldursdóttir

Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í borgarráði sagðist styðja úrræðið enda þyrftu allir að hafa þak yfir höfuðið. Hins vegar þyrfti að vanda til verka, meðal annars með því að tryggja að eitt af húsunum á hverjum stað verði frátekið fyrir starfsmann til að styðja við skjólstæðinga úrræðisins.

„Því miður hefur gengið á ýmsu hjá meirihlutanum með þessari framkvæmd sem rýrt hefur traust á þetta úrræði og sem þarf ekki að lýsa frekar hér. Það er miður því um er að ræða einstaklinga með fjölþættan vanda, sumir að eignast heimili eftir að hafa verið heimilislausir árum saman og þurfa bæði mikla þjónustu og stuðning. Þessum viðkvæma hópi er ekki bara hægt að fleygja út í borgina og þeim sagt að bjarga sér að mestu sjálfir. Á staðnum verður að vera umsjón og eftirlit 24 tíma á sólarhring, einstaklingur og fagteymi sem er tilbúið að stíga inn og aðstoða eftir þörfum og án biðar. Hér er mikilvægt að velferðarsvið bregðist ekki skyldum sínum, ella er hætta á að þetta úrræði sem búið er að leggja mikið í mistakist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Burt með Birgi – Undirskriftum safnað til höfuðs Birgi Þórarinssyni – „Hann svindlaði á kjósendum“

Burt með Birgi – Undirskriftum safnað til höfuðs Birgi Þórarinssyni – „Hann svindlaði á kjósendum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári“

„Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pólskur dómur getur reynst ESB og Póllandi dýrkeyptur

Pólskur dómur getur reynst ESB og Póllandi dýrkeyptur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur fussaði og sveiaði alla leiðina heim – „Svona er þetta þá gert“

Guðmundur fussaði og sveiaði alla leiðina heim – „Svona er þetta þá gert“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin