fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Íslenskum Twitternotendum fjölgar – Miðaldra fólk flykkist á Instagram

Eyjan
Miðvikudaginn 20. október 2021 17:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingum sem nota Twitter fjölgar um 7% milli ára og segjast nú 24% landsmanna nota miðilinn samkvæmt nýrri samfélagsmiðlamælingu Gallup. Áhugavert er að eldri kynslóðin notar í auknum mæli Instagram, YouTube og Snapchat, á meðan yngri kynslóðin hefur aukið notkun á Twitter og TikTok. Facebook er sem áður mest notaði samfélagsmiðillinn.

 

 

Mynd: Hlutfall Íslendinga sem nota eftirfarandi samfélagsmiðla

 

Miðaldra fólk flykkist á Instagram

Instagram notkun landsmanna hefur verið á miklu flugi undanfarin ár og mælist nú 65%. Hlutfall 45-54 ára sem nota miðilinn hefur aukist úr 38% í 70% á fjórum árum, en ungt fólk á aldrinum 18-34 hefur verið ráðandi á miðlinum hingað til og mælst yfir 70% svo árum skiptir.

 

Mynd: Hlutfall 45-54 ára Íslendinga sem nota Instagram

 

WhatsApp á leiðinni

Ef við viljum vita hvað þau sem eldri eru gera á morgun, skoðum við hvað yngra fólkið er að gera í dag. Hlutfall 18-44 ára sem nota Snapchat hefur minnkað um 8% milli ára á meðan litlar breytingar hafa orðið á notkun meðal 45 ára og eldri. WhatsApp mælist nú með 22% notkun meðal landsmanna og hefur aukist töluvert síðastliðin tvö ár. Sú aukning er drifin áfram af yngri helmingi þjóðarinnar og má leiða að því líkur að þeir eldri fylgi á eftir áður en langt um líður.

Mynd: Hlutfall Íslendinga sem nota WhatsApp

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar