fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Eyjan

„Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 14. október 2021 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokknum, segir Íslendinga búa við ofurvald stóru bankanna sem ræni almenning sífellt meira og oftar. Hann segir Íslendinga vera hænur sem dást af úlfum.

Undanfarna daga hafa borist fregnir um gífurlega góða afkomu Íslandsbanka og Arionbanka síðasta ársfjórðungs, eða um 15,8 milljarða hagnað samanlagt. Landsbankinn er ekki skráður í kauphöll og þarf því ekki að gefa frá sér tilkynningu um hagnað en Gunnar Smári reiknar með því að afkoma hans hafi verið á pari við hina tvo bankana. Gunnar furðar sig á því að þessar fregnir um þennan ofurhagnað birtist gagnrýnislaust og ritar því grein sem birtist hjá Vísi til að vekja landsmenn til umhugsunar.

750 þúsund af hverri fjögurra manna fjölskyldu

Gunnar telur að í eðlilegu samfélagi væru aðgerðarhópar farnir af stað til að stöðva bankanna. „Bankar búa ekki til nein verðmæti. Hagnaður þeirra er sóttur til þeirra sem búa til verðmæti; launafólks og rekstrarfyrirtækja. Ofurhagnaður banka sjúkdómseinkenni,“ skrifar Gunnar og bendir á að í öðrum löndum hafi óeðlilegur hagnaður bankakerfisins kallað á inngrip stjórnvalda en því sé ekki svo farið hér á landi. „Hérlendis er sagt frá ógnargróða bankanna eins og þeir væru gleðifréttir en ekki merki um fullkomlega sjúklegt samfélag.“

Með því að reikna með að hagnaður Landsbankans á síðasta ársfjórðung hafi að lágmarki verið 4,2 milljarðar þá hafi hagnaður bankanna þriggja á þriðja ársfjórðung verið um 20 milljarðar. Og líklega sé þá hagnaður bankanna á þessu ári verði á bilinu 65-75 milljarðar króna.

„Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári.“ 

Þú og fjölskyldan þín tapa

Gunnar rekur að frá árinu 2009 fram á mitt ár 2021 hafi hagnaður bankanna þriggja verið um 857 milljarðar króna á núvirði – það er hagnaður að frádregnum skattgreiðslum bankanna. Fyrir skattgreiðslur væri fjárhæðin um 1.148 milljarðar og þetta séu peningar sem hafi að mestu verið dregnir upp úr samfélaginu.

„Þetta eru 3,1 m.kr á hvert mannsbarn á tólf og hálfu ári, tæplega 150 þús kr. á ári eða um milljón árlega á hverja fjögurra manna fjölskyldu.“ 

Gunnar segir að ef þessar fjárhæðir eru bornar saman við landsframleiðslu þá megi sjá að bankarnir dragi til sín um 3,3 prósent af framleiðslunni sem hagnað eða þrítugustu hverju krónu sem veltist um hagkerfið.

„Þú og fjölskylda þín tapa því ekki bara vegna skertrar landsframleiðslu vegna fjármálavæðingar efnahagslífsins, þið búið í aflminna samfélagi; heldur tapið þið persónulega um milljón á ári vegna ógnarstærðar og ógnargróða bankakerfisins. Hluta af þessari upphæð fengjuð þið í formi lægri vaxta og gjalda, en hluta í formi lægra vöruverðs, húsnæðisverðs og verðs á þjónustu.“

Hænur sem dást að úlfum

Gunnar Smári segir að þetta ástand ætti að ræða alla daga. Þetta ætti að fjalla um í fréttum og landsmönnum ætti að vera bent á þeim skaða sem bankakerfið sé að valda samfélaginu.

„Umræðuþættirnir væru fullir af reynslusögum fólks af djöfulgangi bankafólksins, okri þess og óbilgirni við að flytja eignir frá þeim sem verr standa til þeirra sem best standa. Við værum að ræða ábyrgð bankakerfisins og þeirra sem því stjórna; ekki bara bankastjóra heldur fjármálaráðherra, Seðlabankastjóra og annarra áhrifamanna; á svívirðilegu húsnæðisverði, yfirgangi örfárra risa-verktakafyrirtækja og þjáningu fólks á leigumarkaði. Við værum af ábyrgð að ræða hvernig samfélag við viljum byggja upp fyrir okkur sjálf og börnin okkar.“

Hins vegar sé það ekki gert. Íslendingar leyfi þessu ástandi að viðgangast. Þeir hafi aðlagað sig þessu ástandi og gagnrýna það ekki.

„Stundum má jafnvel ætla að þjóðin trúi því að hún hafi það betra eftir því sem hún er rænd meira og oftar; að hún hafi það betra eftir því sem þjófarnir ná undir sig meiri auð, fleiri eignum og sterkari völdum.

Við erum hænur sem dást að úlfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Íslenskum Twitternotendum fjölgar – Miðaldra fólk flykkist á Instagram

Íslenskum Twitternotendum fjölgar – Miðaldra fólk flykkist á Instagram
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingi segist ekki hafa komið nálægt útidyrahurðinni – „Ómenguð lygi hjá Aðalheiði“

Ingi segist ekki hafa komið nálægt útidyrahurðinni – „Ómenguð lygi hjá Aðalheiði“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að veiruóttanum og vill afléttingar strax – „Það er lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu“

Hildur hæðist að veiruóttanum og vill afléttingar strax – „Það er lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tommi á Búllunni hylltur fyrir ummæli um kynjaskiptingu – „Ég elska Tomma“ – „Unexpected woke dagsins“

Tommi á Búllunni hylltur fyrir ummæli um kynjaskiptingu – „Ég elska Tomma“ – „Unexpected woke dagsins“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stöðuna í efnahagsmálum vera kolsvarta

Segir stöðuna í efnahagsmálum vera kolsvarta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Friðjón og Helga Vala sammála um undarlega knappan umsóknarfrest – „Þetta er pólitískur jarðskjálfti“

Friðjón og Helga Vala sammála um undarlega knappan umsóknarfrest – „Þetta er pólitískur jarðskjálfti“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Krónprins Dana kynnti sér umhverfisvæna orku á Hellisheiði

Krónprins Dana kynnti sér umhverfisvæna orku á Hellisheiði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Seðlabankastjóri varar við höfrungahlaupi á vinnumarkaðnum

Seðlabankastjóri varar við höfrungahlaupi á vinnumarkaðnum