fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Eyjan

Seðlabankastjóri varar við höfrungahlaupi á vinnumarkaðnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 13:00

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að nú sé sögulegt tækifæri til að tryggja varanlega lágt vaxtastig í landinu og varar við höfrungahlaupi á vinnumarkaðnum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ásgeiri að hann telji að nú standi íslenskt samfélag frammi fyrir ákveðinni prófraun. Ef það takist að halda aftur af verðbólgunni og komast í gegnum núverandi ástand án þess að þurfa að grípa til harðra aðgerða geti nafnvaxtakerfið á húsnæðislánum fest sig í sessi. „Og ef við stöndum í lappirnar með þetta þá gætum við séð verðtrygginguna heyra sögunni til,“ er haft eftir honum.

Þetta mun þó ekki takast nema með virkri þátttöku þriggja aðila að hans sögn. Þetta eru ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins og Seðlabankinn.

Hann varar við ósjálfbærum launahækkunum á næstu árum. Ef laun hér á landi hækki umfram það sem gerist í nágrannalöndunum muni það brjótast úr í verðbólgu fyrr eða síðar. Mikilvægt sé að hagsmunaaðilar hætti að horfa á tekjufærslu og einblíni frekar á fjárfestingar sem komi sér vel fyrir allt samfélagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening