fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Guðmundur Andri: Sósíalisminn og Gunnar Smári ekki eitt og hið sama

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. janúar 2021 20:48

Frá vinstri: Guðmundur Andri, Gunnar Smári og Einar Kárason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og rithöfundur, leggur orð í belg þeirrar umræðu sem sprottið hefur upp í tengslum við málsvörn kaupsýslumannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í nýrri bók skráðri af Einari Kárasyni.

Viðskiptablaðið birti í síðustu viku brot úr bókinni þar sem Jón Ásgeir fer háðulegum orðum um Gunnar Smára og störf hans fyrir fjölmiðlasamsteypu Jóns Ásgeirs á árunum fyrir hrun.

Jón Ásgeir segir að Gunnar Smári hafi verið að missa tökin á rekstrinum og þá hafi verið fundið upp á því að stofna fríblað í Danmörku, Nyhedsavisen. Það blað var gefið út á annað ár. Síðan segir:

„En það var engin heimavinna unnin. Það var tilkynnt digurbarkalega á blaðamannafundi um stofnun blaðsins löngu áður en það átti að fara að koma út. Og gefið í skyn að samkeppnin mætti fara að vara sig. Sem þýddi að hún hafði nægan tíma til að undirbúa það, starta sínum eigin fríblöðum og svo framvegis. Svo höfðu menn ekkert hugsað út í það að þótt það sé yfirleitt opið að utan að póstkössum og lúgum hér á landi, þá þarf lykla til að komast að þeim víðast hvar í Danmörku. Gunnar Smári lét sig á endanum hverfa og tapið var gígantískt, og líka á öðru fríblaði, Boston Now vestanhafs, þótt ekki væri það sambærilegt við tapið í Danmörku.“

Jón Ásgeir segir síðan að Gunnar Smári hafi byrjað að tala illa um hann og fyrirtæki hans eftir hrun:

„Eftir hrun var Gunnar Smári síðan fljótur að byrja að drulla okkur út í sínum ummælum og skrifum. Og svo er hann sósíalistaforingi í dag, maður sem í þá daga nennti helst ekki til Danmerkur nema að fá undir sig einkaþotu.“

Gunnar Smári svaraði fyrir sig með langri og athyglisverðri grein á Vísir.is þar sem hann staðhæfði að allt frumkvæði að útþenslu fjölmiðlaveldisins og stofnun fríblaðs í Danmörku hefði komið frá Jóni Ásgeiri en ekki honum sjálfum. Hafi þetta verið liður í því að þenja út efnahagsreikning samstæðunnar til að ná fram hækkun hlutabréfa, sem aftur hafði þann tilgang að gera eigendunum kleift að ná sér í lánsfé og leggja inn sem hlutafé í samstæðuna. Gunnar Smári kallar þetta svikamyllu og segir: „Þegar ég áttaði mig á hvers kyns svikamylla þetta var tók það mig langan tíma að meðtaka umfang hennar.“

Gunnar segir ennfremur í grein sinni að óvinirnir Davíð Oddsson og Jón Ásgeir hafi verið höfundar hrunsins og að við siglum nú inn í nýtt hrun. Þá gagnrýnir hann þá ákvörðun Einars Kárasonar rithöfundar að skrásetja bók Jóns Ásgeirs og segir hann velja sér vafasamt lið. Þá segir Jón Ásgeir jafnframt um Einar:

„Einar er einn af þeim Samfylkingarmönnum sem ætíð eru fremstir í árásum á sósíalismann, svo ákafur að auðvaldið getur hallað sér aftur á meðan kratarnir berja niður réttinda- og frelsisbaráttu hinna kúguðu.“ – Tilefni þessara skrifa er líklega að Einar hefur ekki lagt gott orð til Sósíalistaflokksins í skrifum á Facebook og dregið hæfni Gunnars Smára sem sósíalistaforingja í efa.

Einar er ekki Samfylkingin og Gunnar Smári er ekki sósíalisminn

Guðmundur Andri Thorsson segir í færslu sinni um málið að brigslyrðin gangi milli Gunnars Smára og Jóns Ásgeirs en hann sé ekki nógu góður í reikningi til að skera úr um hvorum sé um að kenna að illa fór. Guðmundur bendir síðan á að skrif Einars Kárasonar séu ekki á vegum Samfylkingarinnar. Enn fremur segist hann draga í efa að Gunnar Smári og sósíalisminn séu eitt og hið sama:

„Ég las grein eftir Gunnar Smára um árin hans með Jóni Ásgeiri, útrásina með Nyhedsavisen, prentsmiðjukaupin frægu og alla þá afferu – hverjum var hvað að kenna og hver var saklaus áhorfandi. Og ganga brigslyrðin á víxl eins og gengur þegar gerð eru upp mislukkuð viðskipti gamalla félaga. Ég er bara ekki nógu góður í reikningi til að taka afstöðu í því öllu – veit bara að þetta fór ekki vel hjá þeim – en hitt finnst mér aftur á móti dálítið skrýtið hvernig Gunnar Smári leitast við að útmála það að Einar Kárason skrái sögu Jóns Ásgeirs – og þar með þetta uppgjör JÁ við sinn gamla útrásarfélaga – sem sérstaka, og enn eina, árás Samfylkingarinnar á sósíalismann. Í fyrsta lagi held ég að sósíalisminn hafi komið lítt við sögu í ævintýrum þeirra Gunnars Smára og Jóns Ásgeirs og í öðru lagi lýsir það ákveðinni vanþekkingu á bókmenntum, Samfylkingunni, sósíalismanum og alveg sérstaklega Einari Kárasyni, að halda að skrif Einars séu eitthvað á vegum Samfylkingarinnar. Hvernig sem málum kann að vera háttað innan raða Sósíalistaflokksins þá er það svo að fólk í Samfylkingunni ræður því sjálft hvernig og hvað það skrifar, ekki síst fólk sem hefur skriftir að atvinnu eins og Einar, og liggja engar flokkssamþykktir þar að baki. Svo vitum við öll að Einar gerir eins og honum sýnist. Og loks held ég að það sé viss misskilningur að sósíalisminn og Gunnar Smári séu eitt og hið sama.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki