fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Ásmundur færir sig – Tekur aukna áhættu í næstu kosningum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 16:07

Ásmundur Einar Daðason fer með málefni barna í ríkisstjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að vel ígrunduðu máli hef ég ákveðið að gefa kost á mér til forystu á framboðslista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í næstu Alþingiskosningum.“

Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra, í tilkynningu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Ásmundur gerir sér grein fyrir því að kosningarnar í Reykjavík eru erfiðari fyrir hann og hans flokk ef miðað er við Norðvesturkjördæmi. Það má segja að Ásmundur sé að taka aukna áhættu með þessari ákvörðun sinni.

„Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum í íslensku samfélagi.

Ásmundur segir að á undanförnum árum hafi hann lært enn betur um mikilvægi þess að fylgja hjartanu, bæði í leik og starfi. „Það var af þeirri ástæðu sem ég ákvað í upphafi þessa kjörtímabils að leggja allt undir og berjast fyrir stórum kerfisbreytingum í málefnum barna og barnafjölskyldna, róttækum aðgerðum fyrir ungt og tekjulágt fólk á húsnæðismarkaði ásamt fleiri málum. Þessi vinna og þessar aðgerðir undirstrika mikilvægi þess að við breytum forgangsröðun í íslenskum stjórnmálum.“

Þá segist Ásmundur finna fyrir miklum metnaði til að fylgja eftir þessum kerfisbreytingum. Hann vill að stigin verði miklu stærri og víðtækari skref í að tryggja aukin tækifæri fyrir alla í íslensku samfélagi. „Með skýrri og róttækri framtíðarsýn, vinnusemi og samvinnu þá trúi ég því að Framsókn hafi alla möguleika á að verða leiðandi afl í þessu efni. Það gerist hins vegar ekki nema flokkurinn nái að styrkja sig í þéttbýli og þá sérstaklega í Reykjavík,“ segir hann.

„Þetta verður áskorun en ég trúi á breytingar og það er ástæða þess að ég er tilbúinn að leggja allt undir. Í baráttunni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykjavík og þá sérstaklega með Lilju Alfreðsdóttur, okkar öfluga Mennta- og menningarmálaráðherra.
Við vini mína, stuðningsmenn og kjósendur Framsóknar í Norðvesturkjördæmi vil ég segja að þetta var mjög erfið ákvörðun. Það auðveldar hana hins vegar að hafa fengið að sjá og heyra af öllu því öfluga fólki sem er tilbúið til að starfa með Framsókn um allt Norðvesturkjördæmi. Nú hvet ég ykkur öll til að nýta tækifærið, stíga skrefið og gefa kost á ykkur til forystu í kjördæminu. Ykkar og okkar er framtíðin. Við þurfum Framsókn í íslenskt samfélag!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun