fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Pelosi undirbýr málshöfðun á hendur Trump til embættismissis

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 07:09

Nancy Pelosi er þyrnir í augum margra hægrimanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Mike Pence, varaforseti, og meirihluti ríkisstjórnar Donald Trump víkur Trump ekki úr embætti forseta er Nancy Pelosi, leiðtogi meirihluta Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, reiðubúin til að hefja ferli málshöfðunar á hendur Trump til embættismissis. Pence og ríkisstjórnin geta vikið Trump úr embætti á grundvelli 25. viðauka stjórnarskrárinnar en hafa ekki enn virkjað ákvæðið.

Pelosi sendi þingmönnum Demókrata bréf í gær þar sem hún skýrði frá fyrirætlunum sínum. Í því segist hún reiðubúin til að hefja ferli málshöfðunar fyrir ríkisrétti á hendur Trump ef Pence og ríkisstjórnin verða ekki fyrri til og víkja Trump úr embætti. AP og AFP skýra frá þessu. CNN hafði eftir heimildarmanni í gær að Pence hafi ekki útilokað að ákvæðið verði virkjað.

Demókratar saka Trump um misnotkun valds og fyrir að hafa hvatt til óeirða þegar stuðningsmenn hans réðust á þinghúsið á miðvikudaginn. „Til að vernda stjórnarskrá okkar og lýðræðið munum við vinna hratt því þessi forseti ógnar bæði stjórnarskránni og lýðræðinu,“ segir í bréfi Pelosi sem sagði einnig að meðhöndla verði málið af alvöru en einnig hratt því fáir dagar eru eftir af kjörtímabili Trump.

„Hættan sem fylgir yfirstandandi árásum núverandi forseta á lýðræðið okkar eykst og það sama á við um þörfina á að grípa til aðgerða,“ segir í bréfi Pelosi.

En það er ekki gefið að Trump verði vikið úr embætti þótt málið fari fyrir ríkisrétt. Ferlið getur tekið langan tíma og tveir þriðju hlutar þingmanna öldungadeildarinnar þurfa að styðja ákæru fulltrúadeildarinnar. Þar eru Repúblikanar í meirihluta og þrátt fyrir að nokkrir þeirra teljist líklegir til að styðja ákæru á hendur Trump þá er ekki víst að nægilega margir muni gera það.

Í gær kom fram að ráðgjafar Joe Biden, verðandi forseta, reyni nú að finna leiðir til að hægt verði að refsa Trump án þess að hann verði dreginn fyrir ríkisrétt. Ef málið fer fyrir öldungadeildina gæti það tafið Biden við að fá ráðherra í ríkisstjórn sinni samþykkta af deildinni og aðra mikilvæga vinnu sem bíður hans, þar á meðal stóran efnahagslegan hjálparpakka sem hann hyggst hrinda í framkvæmd.

Samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar sem ABC News/Ipsos birti í gær þá vill meirihluti Bandaríkjamanna að Trump verði vikið úr embætti, eða 56%. 43% telja að hann eigi að fá að sitja út kjörtímabilið.

CNN segir að ef niðurstöður skoðanakannana, sem gerðar hafa verið síðan á miðvikudaginn, séu skoðaðar þá vilji að meðaltali 50% að Trump verði annað hvort dreginn fyrir ríkisrétt eða að 25. ákvæði stjórnarskrárinnar verði virkjað. 43% vilja að hann sitji áfram í Hvíta húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi