fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
Eyjan

Birgir getur ómögulega glatað sæti sínu á Alþingi: Flutti þingsætið yfir í nýja kjördæmið

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 26. september 2021 14:24

Birgir Ármannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Ármannsson hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2003. Fyrsta áratuginn sat hann á þingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi Suður en árið 2013 skipti hann yfir í nágrannakjördæmið, Reykjavík Norður, þar sem hann hefur þrívegis náð kjöri.

Sjálfstæðismenn grínast oft með það að það sé einhverskonar náttúrulögmál að Birgir nái inn á þing og miðað við úrslit kosninganna í nótt virðist það vera meira en líklegt að svo sé.

Flutti þingsætið með sér

Eins og áður segir var Birgir í framboði í Reykjavík Norður árið 2017. Þá hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 22,6% fylgi í kjördæminu og þrjá kjördæmiskjörna þingmenn. Guðlaug Þór Þórðarson, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur auk Birgis.

Á sama tíma var Sjálfstæðisflokkurinn með 22,8% fylgi í Reykjavík Suður en þurfti að sætta sig við aðeins tvo þingmenn, þau Sigríði Á. Andersen og Brynjar Níelsson.

Fyrir hinar nýafstöðnu kosningar skipti Birgir síðan yfir í Reykjavík Suður. Niðurstöður kosninganna urðu þær að flokkurinn hlaut sama fylgi í kjördæminu og fjórum árum áður, 22,8% fylgi, en þar sem Birgir var mættur til leiks þá dugði það flokknum í þrjú þingsæti í kjördæminu í ár.

Brynjar Níelsson

Að sama skapi tapaði Sjálfstæðisflokkurinn þingsæti í Reykjavík Norður en það kom í hlut Brynjars Níelssonar að bíta í það gallsúra epli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orri Páll verður formaður þingflokks VG

Orri Páll verður formaður þingflokks VG
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar