fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Fátt um rauðhærða í framboði

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 25. september 2021 11:00

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Ísland sé eitt þeirra landa með flesta rauðhærða miðað við höfðatölu eru ekki miklar líkur á að þeir nái að láta ljós sitt skína á Alþingi næstu fjögur árin.

Einungis tveir einstaklingar með rautt hár eru í efstu þremur sætum flokka í alþingiskosningunum sem fram fara í dag. Einungis einn þessara einstaklinga virðist vera leiðinni á þing og því verður um að ræða 62 einstaklinga ekki með rautt hár og einn einstakling með rautt hár á næsta Alþingi.

Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og verður hún líklegast eini rauðhærði þingmaðurinn. Samfylkingin fékk einn mann inn á þing í því kjördæmi í kosningunum árið 2017 og er hún nokkuð örugg inn á þing.

Þórunn Sveinbjarnardóttir Mynd/Hringbraut

Í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi er Guðrún Þórsdóttir, menningarstjóri og ráðgjafi. Hún er einnig rauðhærð en ansi ólíklegt er að hún muni komast inn á þing.

Sósíalistar hafa verið að mælast með í kringum fimm prósent fylgi og ættu samkvæmt nýjustu könnun MMR að fá inn fjóra þingmenn.

Guðrún Þórsdóttir Mynd/aðsend

Samkvæmt grein Guardian frá árinu 2013 eru 5-9% Íslendinga rauðhærðir. Ef aðeins einn þingmaður af 63 er rauðhærður gera það rétt rúmlega 1,5%.

Uppfært:

María Lilja Þrastarsdóttir er einnig í þriðja sæti hjá Sósíalistum en í Reykjavík norður. Hún benti á þetta á Twitter-síðu sinni í dag og bætir við að fjöldi fólks með rautt hár, eins og hún sjálf, sé á listum Sósíalistaflokksins

Einungis var miðað við efstu þrjú sæti á lista flokka en María fór framhjá blaðamanni við fyrstu athugun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“