fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Eyjan

„Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 15:00

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að ríkisstjórnin ætli að stinga undir stól lykilplaggi – skýrslu sem feli í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Hún fjallar um þetta í pistli sem birtist hjá Vísi í dag.

„Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar.“

Gömul saga og ný

Þorgerður Katrín segir þetta þó ekki koma of mikið á óvart.

Það er svo sem gömul saga og ný hjá þessum fokkum. Það má auðvitað ekki eyðileggja partýið. Hinn taktvissi gangur kyrrstöðunnar; varðstöðunnar um sérhagsmuni skal sleginn áfram. Það er skjólið sem Vinstri græn veita.“

Þorgerður Katrín segir gagnsæi lykilatriði í sjávarútveginum og þjóðin og sjómenn þurfi sinn hlut. Það verði að vera hægt að treysta markaðinum til að verðleggja þjóðarauðlindina í stað þess að að verð ráðist af pólitískum tengslum stjórnarflokka við útgerðina.

Útgerðin vilji þó ekki breytingar og þar sem stórir bakhjarlar ríkisstjórnarinnar komi úr röðum útgerðarinnar verði öllu kappkostað til að ríkisstjórnin verði áfram við völd.

„Helsta ástæða þess að allt verður lagt í sölurnar til þess að þessi ríkisstjórn haldi áfram er að mikilvægir og þurftarfrekir bakhjarlar hennar vilja ekki breytingar. “

Varðstaða um sérreglur fyrir útvalda

Telur Þorgerður Katrín það enga tilviljun að allar tillögur flokks hennar um að breyta ríkjandi ástandi séu skotnar niður á Alþingi.

„Og eins þunglamalegar lægðir fylgja haustinu birtast okkur SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi rétt fyrir kosningar og halda upp vörnum fyrir flokkanna. Ásamt Morgunblaðinu, hinu ríkisstyrkta útgerðarblaði. Allt skal gert til að passa upp á að kyrrstaðan haldi áfram. Varðstaðan um sérreglur. Fyrir útvalda. Út á það gengur þetta stjórnarsamstarf, það er límið þegar upp er staðið.“

Ríkisstjórnin hafi ekki staðið við sitt og nú þegar horft er yfir kjörtímabilið sem er senn á enda telur Þorgerður Katrín að forgangsröðum ríkisstjórnarinnar sé skýr.

„Rauði takkinn á þingi er góðkunningi stjórnarþingmanna og ráðherra. Á meðan verður rauðverulegur þjóðarhlutur í sjávarauðlindinni áfram látinn sitja á hakanum. Fyrir vikið treystir útgerðin ítök sín og festir hlut sinn í sessi.

Sjaldan sem ábyrgð kjósenda hefur verið jafnaugljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum