fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

„Þetta er no-brainer“: Vilja einkaþoturnar burt – „Forríka fólkið losar mest“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 7. ágúst 2021 15:05

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, og Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður, virðast ekki vera miklir aðdáendur einkaþotna ef marka má færslur þeirra á Twitter frá því í gær.

Gísli birti brot úr viðtali við ráðherranna Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur á miðlinum. Þar mátti sjá þær taka stóra pásu í viðtalinu sem takið var við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Ástæðan var sú að flugvél flaug yfir borgina og hljóðið í henni yfirgnæfði það sem þær voru að segja.

„Mjög normal að nokkrum sinnum á dag heyrist ekki mælt mál í miðbæ Reykjavíkur af því milljarðamæringar á einkaþotum eru með einkastæði á flugvelli í göngufæri við miðborgina. Í stað flugvallar fyrir fáa ættu þar að vera íbúðir fyrir marga.“ Segir Gísli í færslu sinni á Twitter.

Jóhann Páll birti þráð á Twitter um einkaþotur í gær, en líkt og Gísli er hann ekki mikill aðdáandi þeirra. Hann vitnaði í umfjöllun Stundarinnar um einkaþotur þar sem að kom fram að einkaþoturnar sem eru að lenda á Reykjavíkurflugvelli séu Fleiri og stærri en áður. Auk þess var haft eftir viðmælanda að dýrustu vélarnar kostuðu meira en hundrað milljón dollara, sem er meira en tíu milljarðar í íslenskum krónum.

„Ríkustu 10 prósent heimsbyggðarinnar eru ábyrg fyrir helmingnum af allri losun gróðurhúsalofttegunda. Afleiðingar þessarar losunar koma hins vegar harðast niður á þeim fátækustu. Loftslagsvandinn er ójafnaðarvandi og stéttavandi og einkaþoturnar eru ein skýrasta birtingarmynd þess – forríka fólkið losar mest.“ segir Jóhann í kjölfarið.

Hann bendir á að meðalflugferð farþega í einkaþotu hafi tíu sinnum stærra kolefnisfótspor en meðalflugferð í farþegaflugvél, og að meðaltali séu einungis fjórir til fimm farþegar um borð í einkaþotu í ferð.

Þá deilir Jóhann nokkrum greinum er varða einkaþotur og hvaða þýðingu það myndi hafa að bann þær. Hann segir að í raun ætti það ekki að vera erfið ákvörðun, og vill að einkaþotur fái ekki að lenda á Íslandi. „Þetta er nobrainer, ættum að banna einkaþotum sem brenna jarðefnaeldsneyti að lenda á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu