fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Eyjan

Gylfi segir eignatilfærsluna vera tifandi tímasprengju

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 07:59

Gylfi Zoëga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir að peningastefnunefndin hafi ekki það hlutverk að taka afstöðu til áhrifa vaxtalækkana á fasteignaverð. Ummæli hans koma í kjölfar ummæla Ragnars Þórs Ingólfsson, formanns VR, í Morgunblaðinu í gær en þar gagnrýndi hann stjórnvöld og sagði þau sýna andvaraleysi með því að bregðast ekki við áhrifum lægri vaxta á fasteignaverð.

Morgunblaðið hefur eftir Gylfa að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi valdið því að eignaverð hafi hækkað að undanförnu. Þetta birtist að hans sögn í íbúðarverði og hlutabréfaverði og þetta geri að verkum að efnafólk hagnist meira en aðrir. Hann sagði að um hálfgerða tímasprengju sé að ræða því stjórnvöld á Vesturlöndum hafi ekki leiðrétt eignaskiptinguna og komi óvissa um þróun kórónuveirufaraldursins þar við sögu og væntanlega pólitískar ástæður. „Það er mikil óvissa um framtíðina og stjórnvöld eiga fullt í fangi með önnur mál,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að stjórnvöld geti spornað við þessum áhrifum á íbúðaverð með því að stuðla að byggingu ódýrs húsnæðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vextir og verðbólga: Seðlabankinn í sjálfheldu – vítahringur verðtryggingar og skammsýni

Vextir og verðbólga: Seðlabankinn í sjálfheldu – vítahringur verðtryggingar og skammsýni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri býður sig fram til varaformanns

Snorri býður sig fram til varaformanns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingibjörg vill verða varaformaður Miðflokksins

Ingibjörg vill verða varaformaður Miðflokksins