fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Efasemdafólk um sóttvarnir og bólusetningar stofna nýjan flokk og bjóða fram í næstu kosningum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 17:00

Jóhannes Loftsson og þríeykið. Samsett mynd: Vefur Hringbrautar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coviðspyrnan er baráttuhópur efasemdafólks um ógnina af Covid-19 og gagnsemi bólusetninga. Undanfari baráttu hópsins voru tíð skrif Jóhannesar Loftssonar í fyrra, þar sem talað var mjög sterkt gegn hörðum sóttvarnaaðgerðum.

Coviðspyrnan er nú orðin að stjórnmálaflokki sem býður fram til Alþingis í haust. Flokkurinn heitir Ábyrg Framtíð. Jóhannes segir í stuttu spjalli við DV að stefnuskrá flokksins, sem er í mótun, muni einkennast af þremur loforðum og sendi hann DV uppkast að þeim texta. Í fyrsta loforðinu er lögð áhersla á notkun lyfsins Ivermectin sem hópurinn vill að notað verði í meðferð gegn Covid-19. Þá vill framboðið banna bólusetningu barna. Jóhannes segir:

„Allir sem mælast jákvæðir af covid verði strax upplýstir um snemmmeðferðir (regla sem texas beitir) og öll lyf í slíkum snemmmeðferðum verði leyfð hér á landi. (í dag er slíkum snemmmeðferðum ekki beitt). Þessar snemmmeðferðir geta dregið úr hættu á Covid um 80-90%. Dæmi um eitt lyf sem víða er notað er t.d. Ivermectin. Eins ætlum við að fara að fordæmi ráðlegginga faraldursfræðinganna sem stóðu að Great Barrington Declaration um stýrða vernd, sem þýðir að engum opinberum þvingandi sóttvarnaraðgerðum er beitt, en miklu meira gert fyrir þá sem vilja einangra sig en gert er í dag. Eins munum við banna notkun bóluefnapassa hér á landi og banna tilraunabólusetningar ólögráða barna.“

Ljóst er að framboðið telur sóttvarnaaðgerðir skaðlegar og vill rannsókn á þeim og mögulegum stjórnarskrárbrotum vegna þeirra:

„Gagnsæ rannsókn, bæði á mögulegum stjórnarskrárbrotum og á skaða sóttvarnaraðgerða. Unnið verður að því að réttarkerfið úrskurði um öll slík möguleg brot (sem óháður þriðji aðil). Rannsóknin á skaðanum þarf að vera ítarleg og gagnsæ og við viljum getað rýnt hana auk þess sem að öll gögn sem má birta verði birt opinberlega.“

Þriðja loforð Ábyrgrar framtíðar snýst um fjölmiðla og útvarpsgjald:

„Fólk fái vald yfir til hvaða fjölmiðils eða menningarefnis útvarpsgjaldi renni til. Með þessu yrði Rúv ábyrgara gagnvart þegnunum á efnistökum sínum.“

Jóhannes segir að loforðin séu óumsemjanleg:  „Við munum ekki hnika frá þeim og gætum stutt minnihlutastjórn vinstri eða hægri sem stæði við þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða