fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Eyjan

Myndin af slagsmálunum vekur úlfúð: Maðurinn sagður „skúrkalegur“ fyrir að bregðast ekki við – „Erum við í alvöru að fagna þessu afskiptaleysi?“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 21:40

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag tók blaðamaður Vísis viðtal við Jón Stefánsson, fyrrverandi ljósmyndara, slökkviliðsmann og flugbjörgunarsveitarmann vegna ljósmyndar af honum að drekka bjór í kjölfar mikilla slagsmála sem áttu sér stað á Akureyri í gærkvöldi. Ljósmyndin hafði vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, og þótti ansi skemmtileg.

Í viðtalinu sagði Jón til að mynda: „Ég veit ekki um aðra en ég hef nú séð ýmislegt, búinn að vera í slökkviliðinu og flugbjörgunarsveitinni. Ég drakk minn bjór, ég ætlaði ekki að fara að skipta mér af þessu.“

Þetta viðtal og umfjöllunin í kringum myndina hefur nú vakið upp úlfúð á samfélagsmiðlinum Twitter, en þar er sett út á Jón fyrir að gera ekkert í slagsmálunum, og samfélagið sjálft sem fagnar því að hann hafi ekkert gert.

„Erum við í alvöru að fagna þessu afskiptaleysi?“

Aktivistin Hildur Lilliendahl Viggósdóttir var fyrst að gagnrýna þetta, en hún deildi skjáskoti úr fréttinni og skrifaði: „Er ég eitthvað að misskilja samfélagið okkar? Erum við í alvöru að fagna þessu afskiptaleysi?“

„Mér finnst í fyrsta lagi að maður með þennan bakgrunn hefði átt að bregðast við en hitt öllu verra hvernig fréttaflutningurinn og fögnuðurinn yfir þessu normalíseraða ofbeldi er.“

Einn netverji spurði Hildi hvort það væri eðlilegt að ætlast til þess að eldri maður myndi stöðva átök mikið yngri manna: „60 ára kall að stoppa slag ungmenna? Eigum við ekki aðeins að slaka?“ Hildur svaraði því: „Ég var sannarlega ekki að leggja það til.“

Nokkur rifrildi sköpuðust um ummæli Hildar sem varð til þess að hún útskýrði ummæli sín betur: „Fyrst og fremst snýst þetta um fréttaflutninginn og viðbrögð twitter við þessari mynd, fremur en það hvað maðurinn gerði eða gerði ekki.“

„Finnst frekar skúrkalegt að horfa af vanþóknun á blæðandi einstakling“

María Lilja Þrastardóttir tjáði sig einnig um málið. Eftir að einn netverji kallaði slagsmálamennina „snarruglaða“ svaraði hún: „Það hefur hvergi komið fram að þeir hafi verið snarruglaðir, þó vissulega sé þetta ekkert eðlileg hegðun. Þarna er maður, mikið slasaður og við erum bara voða slök yfir því að fyrrum opinber hjálparstarfsmaður aðstoði hann ekki því hann var með nýjan bjór.“

Einn netverji tjáði sig um ummæli hennar og sagði: „Fullkomlega óeðlilegt að gera þennan eldri borgara að skúrk í þessu máli.“

Því svaraði María: „Mér finnst frekar skúrkalegt að horfa af vanþóknun á blæðandi einstakling af því hann truflar bjórdrykkjuna mína.“ og bætti við: „En hér er helst verið að tala um upphafninguna á þeim skúrkahætti í fjölmiðlum.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Benedikt og Þorgerður slíðra sverðin – „Öflugur liðsmaður“

Benedikt og Þorgerður slíðra sverðin – „Öflugur liðsmaður“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Furðar sig á því að Áslaug sé ekki búin að segja af sér – „Einstakir ráðherrar geta ekki staðið fyrir stjórnarandstöðu í eigin ríkisstjórn“

Furðar sig á því að Áslaug sé ekki búin að segja af sér – „Einstakir ráðherrar geta ekki staðið fyrir stjórnarandstöðu í eigin ríkisstjórn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta kemur Gísla Marteini sífellt á óvart – Vill að Íslendingar verði róttækari

Þetta kemur Gísla Marteini sífellt á óvart – Vill að Íslendingar verði róttækari
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hjólar í ráðherra landsins fyrir að dreifa peningum – Ásmundur og Sigurður Ingi fá sérstaklega að heyra það

Bergþór hjólar í ráðherra landsins fyrir að dreifa peningum – Ásmundur og Sigurður Ingi fá sérstaklega að heyra það