fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Eyjan

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 09:00

Það hefur verið mikil eftirspurn hjá ferðaþjónustunni, eiginlega of mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásberg Jónsson, forstjóri og stofnandi Nordic Visitor, segir að vinna þurfi að heildarlausn á skuldavanda ferðaþjónustunnar og verði ríkið, bankar og leigusalar að koma að því. Þetta þurfi að gera svo greinin geti náð fyrri styrk.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að hjá mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum renni greiðslufrestur út í haust en Ásberg sagðist telja líklegt að hann verði framlengdur til haustsins 2022. „Það kemur að skuldadögum. Á einhverjum tímapunkti þurfa fyrirtækin að byrja að greiða af lánum og þá þarf að eiga sér stað leiðrétting á markaðinum. Skuldastaðan í greininni er ósjálfbær,“ er haft eftir honum.

Hann sagði einnig að bankarnir hafi ekki hag af því að ganga að veðum sínum því þá fái þeir holskeflu af fyrirtækjum í fangið og af þeim sökum þurfi að vinna að heildarlausn með aðkomu banka, ríkisins, ferðaþjónustunnar og leigusala. „Höggið má ekki alfarið lenda á ferðaþjónustunni,“ sagði hann.

Hann sagði jafnframt að ef ekki verður bætt úr skuldastöðu ferðaþjónustunnar muni greinin eiga erfitt með að ná sér á strik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki

Guðrún Karls Helgudóttir: Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Það þarf tekjur til að byggja upp samfélag

Sigmundur Ernir skrifar: Það þarf tekjur til að byggja upp samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki vænlegt að treysta á velvilja og skjól Bandaríkjanna eins og við höfum gert

Gylfi Magnússon: Ekki vænlegt að treysta á velvilja og skjól Bandaríkjanna eins og við höfum gert
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020