fbpx
Þriðjudagur 21.september 2021
Eyjan

Borgin selur hlut sinn í Neyðarlínunni – „Ljóst er að sambúð sem þessi gengur ekki upp“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 5. júlí 2021 11:30

Mynd úr safni/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi drög að samningi um sölu á hlutafé Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf.

Eignarhlutur borgarinnar í Neyðarlínunni er 18,5% af útistandandi hlutafé félagsins og kaupir Neyðarlínan hlutinn af borginni á 57.250.000 kr samkvæmt samningnum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði lögðu fram svohljóðandi bókun undir þessum lið:

„Það er eðlilegt að Reykjavíkurborg fari úr rekstri Neyðarlínunnar, enda á borgin að einbeita sér að eigin rekstri. Það er nægt verkefni, enda vandinn ærinn. Skemmst er að minnast þess að Neyðarlínan krafði borgarfulltrúa um afsökunarbeiðni eftir uppákomu í fjölmiðlum á síðasta ári. Við þeirri beiðni var ekki orðið. Ljóst er að sambúð sem þessi gengur ekki upp.“

Alvarlegt atvik á síðasta ári

„Uppákomuna“ sem þarna er vísað til mátti rekja til þess þegar hópur vinkvenna gekk fram á froðufellandi og meðvitundarlausar stúlkur á Laugarveginum, hringdu í Neyðarlínuna en endurtekið var skellt á þær, og loks send lögregla á staðinn en ekki sjúkrabíll.

Atvikið átti sér stað í maí á síðasta ári en Dóra Björt Guðbrandsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, boðaði forsvarsmenn Neyðarlínunnar í framhaldið á fund mannréttinda-, ný­sköpunar- og lýð­ræðis­ráðs Reykja­víkur­borgar til að fara yfir málið. Sagði hún meðal annars um málið: „Það væri alvarlegt ef viðhorf Neyðarlínunnar einkennist af fordómum sem leiðir til mismununar í garð jaðarsettra hópa, fólks af erlendum uppruna og fólks sem neytir hverskyns vímuefna – á verstu mögulega stundu sem snýst um líf og dauða.“

Neyðarlínan sagði ekkert athugavert við þann tíma sem það tók viðbragðsaðila að bregðast við umræddi útkalli og að mikið álag hafi verið á símaverinu. Þá fóru forsvarsmenn fram á afsökunarbeiðni frá Dóru Björt vegna ummæla sem þeir sögðu vera ósönn og meiðandi.

„Það boð var ekki þegið“

Þá lagði fulltrúi Pírata í borgarráði fram eftirfarandi bókun á fundinum fyrir helgi:

„Vorið 2020 ályktaði mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkur um hvatningu til stjórnar Neyðarlínunnar um að framkvæma óháða úttekt á verkferlum og vinnubrögðum í tengslum við móttöku erinda. Það var í kjölfar gagnrýni á störf Neyðarlínunnar sem fram hafði komið í opinberri umræðu. Í svari Neyðarlínunnar kom fram að verkferlar væru í sífelldri endurskoðun, sem hafi farið fram í kjölfar áðurnefndrar umræðu. Ráðið bauð stjórn Neyðarlínunnar í kjölfarið að fylgja svarinu eftir á vettvangi ráðsins og eiga samtal um ýmis atriði málsins sem ekki voru talin fyllilega útskýrð, meðal annars um almenna fræðslu til starfsfólks um stöðu minnihlutahópa. Það boð var ekki þegið. Reykjavíkurborg tekur slíka fræðslu alvarlega meðal síns starfsfólks og hjá þeim fyrirtækjum sem hún er eigandi að. Mikilvægt er að hafið sé yfir allan vafa að verklag Neyðarlínunnar byggi á virðingu fyrir þeim sem leita þurfa á náðir hennar og endurspegli hluttekningu og skilning á aðstæðum þeirra. Vegna þess hve lítinn hlut Reykjavíkurborg á í Neyðarlínunni er takmarkað hve mikil áhrif borgin getur haft á störf fyrirtækisins, en ábyrgð á þeim dreifist með dreifðu eignarhaldi. Í því ljósi er þessi tillaga um einfaldað eignarhald samþykkt í þeirri von að það stuðli að jákvæðri þróun í störfum Neyðarlínunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð
Eyjan
Í gær

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Aðalheiður segir að ekkert sé að óttast við ESB-aðild

Aðalheiður segir að ekkert sé að óttast við ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole segir Framsóknarflokkinn vera gamlan og steinrunninn bændaflokk sem standi fyrir einangrunarstefnu og kyrrstöðu

Ole segir Framsóknarflokkinn vera gamlan og steinrunninn bændaflokk sem standi fyrir einangrunarstefnu og kyrrstöðu