fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Eyjan

Þáttastjórnendur gagnrýndir fyrir gamaldags viðhorf til kvenna – „Karlmaður hefði aldrei verið spurður sömu spurninga“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. júní 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heit umræða hefur orðið á samfélagsmiðlum vegna spurningar sem Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, yngsti frambjóðandinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fékk í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni síðastliðinn miðvikudag.

Guðbjörg sem, er varabæjarfulltrúi og þriggja barna móðir úr Hafnarfirði, var spurð að því hvort hún hefði tíma til að taka þátt í stjórnmálum og setjast á Alþingi þar sem hún ætti svo ung börn. Guðbjörg svaraði því til að hún hefði mikla þörf fyrir það að vinna fyrir þjóðina og hugsjónir sem hún vildi að næðu fram að ganga.

„Máttu vera að því að fara á þing?“ spyrja þáttastjórnendur eftir að telja upp að börn Guðbjargar eru á aldrinum 1-6 ára.

„Já jújú. Maður hefur hugsjónir og langar að koma sínum málefnum á framfæri og líka til að vera góð fyrirmynd fyrir börnin – að elta drauma sína,“ svaraði Guðbjörg án þess að hika.

Einnig var Guðbjörg spurð hvað manninum hennar þætti um framboðið

„Guðbjörg má ég spyrja þig því nú þegar maður er kominn á þing þá er þetta alveg heilmikill vinna segja menn á ókristilegum tíma oft á tíðum og þú með þessi ungu börn og svo framvegis. Er makinn alveg 100 prósent á bak við þetta?“

Guðbjörg svaraði því með að hann stæði 150 prósent á bak við hana.

Í lok viðtalsins barst þetta aftur í tal og spurðu þáttastjórnendur hana að því hvernig hún ætlaði að fara að þessu því að stjórnmálin væru svo ófjölskylduvæn. Guðbjörg sagði þá að ungt fjölskyldufólk ætti að geta tekið þátt eins og aðrir, frekar ætti að aðlaga stjórnmálin og gera þau fjölskylduvænni.

Töluverð gagnrýni hefur komið fram á samfélagsmiðlum í kjölfar viðtalsins og spurning þáttastjórnenda sögð tímaskekkja og lýsa gamaldags viðhorfi til mæðra á vinnumarkaði. Í hópnum FKA-framtíð, sem er skipaður ungum konum í félagi kvenna í atvinnurekstri eru meðal annars eftirfarandi ummæli viðhöfð: ,,Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að karlmaður hefði aldrei verið spurður sömu spurninga“ og ,,…honum væri sennilega hampað fyrir að vera svona duglegur að sjá fyrir fjölskyldunni og láta sig samfélagsmálin varða með beinum hætti.“

Þá velti Guðbjörg því upp á Twitter hvort að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi fengið sömu spurningar þegar hann gaf fyrst kost á sér til þings, þá 33 ára gamall og þriggja barna faðir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Skynsamlega málamiðlun“ segir Björn Ingi hjá Viljanum – „Þrátt fyrir allt frekar mildar takmarkanir“

„Skynsamlega málamiðlun“ segir Björn Ingi hjá Viljanum – „Þrátt fyrir allt frekar mildar takmarkanir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlar loga vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar – Þjóðin tekur hertar aðgerðir í sátt

Samfélagsmiðlar loga vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar – Þjóðin tekur hertar aðgerðir í sátt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

RÚV býður auglýsendum að kaupa brandara á tæpar 30 þúsund krónur

RÚV býður auglýsendum að kaupa brandara á tæpar 30 þúsund krónur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spáir að ríkisstjórnin muni springa vegna Þórólfs

Spáir að ríkisstjórnin muni springa vegna Þórólfs
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðskiptablaðið hjólar í Kristrúnu eftir að hún sakaði blaðið um kvenfyrirlitningu

Viðskiptablaðið hjólar í Kristrúnu eftir að hún sakaði blaðið um kvenfyrirlitningu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Óli Björn gerir grín að sósíalisma – „Kast­ró er ekki bú­inn að vera fimm mín­út­ur í hel­víti og við erum þegar byrjaðir að fá flótta­menn“

Óli Björn gerir grín að sósíalisma – „Kast­ró er ekki bú­inn að vera fimm mín­út­ur í hel­víti og við erum þegar byrjaðir að fá flótta­menn“