fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Björn var sleginn eftir opinberum morgunsins – „Þarna er verið að ráða siðleysisráðgjafa“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 21. maí 2021 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var sleginn eftir afhjúpun Stundarinnar og Kjarnans um morgun um svokallaða skæruliðadeild starfsmanna Samherja sem gagngert vann að því að ófægja Jóhannes uppljóstrara, Helga Seljan fréttamann og RÚV í kjölfar Samherjaskjalanna.

Hann skrifar um málið á Facebook síðu sinni.

„Nú þegar ég er búinn að jafna mig aðeins á þessari opinberun þá finnst mér tilvalið að segja nokkur vel valin orð um þetta,“ skrifar Björn.

Hann vísar til þess að samkvæmt þeim samskiptum sem Stundin og Kjarninn hafa undir höndum hafi almannatengillinn Þorbjörn Þórðarson verið kynntur til starfa hjá Samherja í nóvember sem PR ráðgjafi – eða almannatengill. Björn segir almannatengsl ekki réttnefni yfir þau verk sem Þorbirni voru fengin, en meðal þeirra verkefna voru svonefnd áróðursmyndskeið sem Samherji birti og eins tók Þorbjörn að sér að ritstýra og jafnvel skrifa heilu greinarnar sem birtust meðal annars hjá Vísi til varnar Samherja en annars maður en Þorbjörn var skráður höfundur þeirra.

„Þetta er ónákvæmt að mínu mati. Þarna er verið að ráða siðleysisráðgjafa. Einhvern sem kemur inn í gersamlega rotið umhverfi bara til þess að reyna að snúa almenningsáliti – algerlega óháð því hvað er satt og rétt í málinu,“ segir Björn.

Björn telur að Þorbjörn, sem er reynslumikill fjölmiðlamaður, hefði strax átt að gera sér grein fyrir því að hátterni Samherja væri ekki rétt. Hann hefði því frekar átt að tilkynna útgerðina til yfirvalda frekar en að taka þátt í að opinberi herferð til að hafa mannorðið af öðrum fréttamanni.

„Þegar utanaðkomandi fólk kemur inn í svona mál og ætti að sjá lögleysna sem er í gangi – enda með menntunina til þess – ætti að koma því til skila til þar til bærra yfirvalda. Ekki satt? Nei, í staðinn er farið í mann[m]orðsherferð. Ekkert er heilagt og allt er vopn.“

Björn telur að best hefði verið fyrir alla sem tengjast þessu máli að gangast við öllu á opinberum vettvangi.

„Ég er á því að það hefði verið best fyrir alla að viðurkenna allt, opinbera allt – því heiðarleikinn hreinsar. Við þurfum að taka saman ákvörðun um að hafna svona verkum í einu og öllu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“