fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Jóhannes segir að lokun Schengen-landamæranna geti orðið afdrifarík fyrir ferðaþjónustuna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. mars 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur haft mikil og neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi ef landamæri Schengen-ríkjanna verða áfram lokuð. Samkvæmt núgildandi reglum fá bólusettir ferðamenn frá þriðja lands ríkjum, það er ríkjum utan Schengen, ekki að koma til landsins. Skiptir þá engu þótt ferðamennirnir geti framvísað bólusetningarvottorði eða mótefnavottorði.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Haft er eftir honum að hér á landi sé pólitískur vilji til að breyta þessum reglum þannig að bólusettir ferðamenn og þeir sem eru með mótefni geti komið til landsins.

Það dugir þó ekki til að hans sögn því ákvörðunin heyrir undir ráðherraráð Evrópusambandsins. „Þetta er mjög pólitískt mál á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Schengen-lokunin var sett á í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að loka á flug frá Evrópu,“ er haft eftir Jóhannesi sem sagði einnig að vonast hafi verið til að samskiptin myndu batna eftir ríkisstjórnarskiptin í Bandaríkjunum en það hafi ekki gerst enn, stjórn Biden sé hörð á því að halda þessari lokun.

Hann sagði einnig að dómsmálaráðherra hafi lagt til við ráðherraráð ESB að ytri landamæri Schengen yrðu færð til meginlandsins þannig að hægt væri að taka við ferðamönnum hér á landi án þess að þeir kæmust inn í önnur Schengen-ríki. Ráðið tók að hans sögn ekki vel í þessa tillögu og því hafi íslensk stjórnvöld ákveðið að fylgja tilmælum ESB.

„En þetta er auðvitað afar slæmt fyrir okkur, sérstaklega inn í haustið, því þá myndu Bandaríkjamenn, Bretar og Kínverjar alla jafna koma til landsins. Það eru okkar þrír helstu haust- og vetrarhópar og eins og staðan er í dag kemst enginn þeirra til landsins,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna