fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Rósa Björk vildi toppsætið – Svo rann upp fyrir henni að uppstillingarnefndin væri ekki líkleg til að velja hana í það

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 09:53

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Björk Brynjólfsdóttir skipar annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir næstu Alþingiskosningar. Ljóst er af tilkynningu sem Rósa birti á Facebook-síðu sinni í gær að hún gerði sér vonir um oddvitasæti. Um þetta segir Rósa:

„Þið sem þekkið mig vitið að ég hef löngun til að láta að mér kveða og sækjast eftir forystu þar sem ég kem. Ég hafði gefið það út að ég sóttist eftir að fá að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, þar sem ég hef starfað sem þingmaður og oddviti síðan 2016 og þar áður í önnur þrjú sem virkur varaþingmaður. Ég hringdi ótal símtöl í lykilfólk í kjördæminu og félaga í flokknum, almenna kjósendur en ekki síður við fólk sem var tilbúið að ganga til liðs við Samfylkinguna. Það er skemmst frá því að segja að mér var afar vel tekið, sem gladdi mig mjög. En eftir því sem á leið rann upp fyrir mér að harðasti kjarninn sem myndaði uppstillingarnefndina í Kraganum væri ekki líklegur til að bjóða konu sem væri svo nýlega gengin í flokkinn oddvitasætið.“

Rósa segir að reynsla síðustu vikna hafi kennt sér margt og að ýmisu sem gerðist vilji hún gleyma sem fyrst. Hún þakkar fyrir stuðninginn og horfir björt fram á veginn, en færslu hennar má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/rosabjorkbrynjolfsdottir/posts/2810867619127946

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli