fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Heiða Björg sögð vilja á þing

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 09:00

Heiða Björg Hilmisdóttir Mynd/Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar hafði gefið út að hún ætlaði ekki að bjóða sig fram til þings og baðst hún undan þátttöku í skoðanakönnun um frambjóðendur, meðal flokksmanna. En nú hefur henni að sögn snúist hugur.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Segir blaðið að þau boð hafi borist til uppstillingarnefndar í Reykjavík að Heiða bjóði nú fram krafta sína. „Ég hef fengið mikið af áskorunum um að bjóða mig fram. Ég útiloka ekki neitt,“ er haft eftir Heiðu. Eiginmaður hennar, Hrannar B. Arnarson, vék úr uppstillingarnefnd fljótlega eftir að hún tók til starfa.

Nú blasir sá vandi við nefndinni að sjö af tíu vinsælustu frambjóðendunum, úr skoðanakönnuninni um frambjóðendur, eru konur. Það er því skortur á karlmönnum. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður, var eini karlinn meðal fimm efstu í könnuninni. Þeir Ágúst Ólafur Ágústsson og Guðmundur Ingi Þóroddsson komust einnig inn á topp tíu í könnuninni. Ágúst hefur hafnað boði um að vera í þriðja sæti listans. Líklegast þykir að Helga Vala Helgadóttir og Kristrún Frostadóttir muni leiða flokkinn í Reykjavíkurkjördæmunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu