fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Launafólk sniðgengið við mat á efnahagslegum áhrifum sóttvarna

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 28. ágúst 2020 17:34

Launafólk á engan fulltrúa í starfshópnum. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Bandalag Háskólamanna (BHM) hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skipan fjármálaráðherra í starfshóp sem meta á efnahagsáhrif sóttvarnaraðgerða er mótmælt harðlega.

„Við köllum eftir því að starfshópur fjármálaráðherra sem vinna mun reglulegar greiningar á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum verði breikkaður þannig að sjónarmið fleiri en atvinnurekenda fái að koma þar fram. Það er gamaldags viðhorf að efnahagsmál snúist fyrst og fremst um fyrirtæki en ekki heimili og almenning,“ segir í yfirlýsingunni.

Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins  sem send var út í dag um skipan starfshópsins er tekið fram að hann eigi að taka tillit til ólíkra samfélagshópa og geira hagkerfisins.

Sjá: Fyrrverandi seðlabankastjóri greinir efnahagsleg áhrif sóttvarna

„Þar hefur fulltrúi stórfyrirtækja, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, verið kallaður til en fulltrúar launafólks eru víðs fjarri. Þetta er til marks um rörsýn fjármálaráðherra í efnahagsmálum, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag til framtíðar.
Við krefjumst þess að fjármálaráðherra boði fulltrúa launafólks að borðinu þegar í stað. Að öðrum kosti verða tillögur starfshópsins og vinna hans ómerk,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni frá ASÍ, BHM og BSRB.

Undir hana rita:

  • Drífa Snædal, forseti ASÍ
  • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.

Starfshóp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, skipa:

  • Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
  • Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki