fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Eyjan

Vill hækka atvinnuleysisbætur: „Að vera atvinnulaus er ekki hlutskipti sem fólk velur sér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 11:28

Drífa Snædal. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, formaður ASÍ, bregst við umræðu um atvinnuleysi í nýjum pistli. Útvarpsviðtal við Önnu Hefnu Ingimundardóttur, forstöðumanns efnaghagssviðs Samtaka atvinnulífsins, vakti athygli í gær en hún sagði það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti stuðlað að auknu atvinnuleysi og að færri störf verði búin til, auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið (Sjá Vísir.is).

Í pistli sínum fer Drífa fyrir upphæð atvinnuleysisbóta og segir atvinnuleysi vera fjárhagslegt og félagslegt áfall, hlutskipti sem fólk velji sér ekki. Hún segir nauðsynlegt að hækka atvinnuleysisbætur:

„Grunnatvinnuleysisbætur í dag eru 289.510 kr. á mánuði, það þýðir um 240 þúsund kr. útborgaðar. Að auki fá atvinnuleitendur 11.580 krónur með hverju barni undir 18 ára aldri. Í þrjá mánuði fær fólk tekjutengdar atvinnuleysisbætur (70% af meðaltali heildarlauna) þó að hámarki 456.404 kr. á mánuði.

Þetta er veruleiki sem blasir við allt of mörgum en í júní reiddu 16.165 einstaklingar sig á atvinnuleysisbætur. Reiknað er með að atvinnulausu fólki fjölgi í haust þegar uppsagnafrestur rennur út hjá mörgum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að mánaðarlegar skuldbindingar eru jafnan hærri en atvinnuleysisbæturnar; húsnæðiskostnaður, samgöngukostnaður, sími, tryggingar og svo mætti áfram telja.

Að vera atvinnulaus er fjárhagslegt og félagslegt áfall. Áhyggjur af framfærslu, skert sjálfstraust því maður er ekki að „standa sig“, töpuð tengsl við vinnufélaga og það að detta úr rútínu í daglegu lífi reynist mörgum afar erfitt og er ekki hlutskipti sem fólk almennt velur sér. Ég ætla að endurtaka þetta: Að vera atvinnulaus er ekki hlutskipti sem fólk velur sér. Ég mun halda áfram að endurtaka þetta þangað til hugmyndum um annað er útrýmt. Að halda fólki sem missir vinnuna í fátæktargildru er ómannúðlegt. Það er skaðlegt fyrir einstaklinga sem lenda í slíku og býr til meiri samfélagleg og efnahagsleg vandamál en við glímum við nú þegar. Þess vegna er nauðsynlegt að hækka útgreiddar atvinnuleysisbætur og lengja tímabilið þar sem fólk fær tekjutengdar bætur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir forsendur lífskjarasamninga brostnar – „Þetta er ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“

Segir forsendur lífskjarasamninga brostnar – „Þetta er ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Neikvæð raunávöxtun milljarðatuga innlána heimilanna

Neikvæð raunávöxtun milljarðatuga innlána heimilanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan ekki tekið neina afstöðu til dánaraðstoðar“

Sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan ekki tekið neina afstöðu til dánaraðstoðar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Nokkur spjót standa á Dóru Björt fyrir ummælin um Eyþór og miðbæinn á Selfossi

Nokkur spjót standa á Dóru Björt fyrir ummælin um Eyþór og miðbæinn á Selfossi