fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Eyjan

Dagur lukkulegur – „Man ekki eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mælst jafn lágt á miðju kjörtímabili“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 14. ágúst 2020 12:21

Dagur B. Eggertsson. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihlutaflokkarnir í borginni hafa bætt við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið. Mælast meirihlutaflokkarnir þar með tæplega 58 prósenta fylgi samanborið við rúmlega 46 prósent í kosningunum 2018.

Samhliða auknu fylgi meirihlutaflokkanna minnkar fylgi við Sjálfstæðisflokk, Miðflokk og Flokk fólksins.

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, segir þetta ánægjuleg tíðindi.  Hann tjáði sig um könnunina á Twitter þar sem hann sagði könnunina rothögg fyrir minnihlutann í borginni.

„Frábærar fréttir. Á miðju kjörtímabili í borginni vex fylgið við meirihlutaflokkana og er 58%. Sjálfstæðis og Miðflokkur dala og FF [Flokkur fólksins] dettur út. Fá samtals 30%. Rothögg“ 

Dagur kveðst ekki muna eftir jafn litlu fylgi Sjálfstæðisflokks á miðju kjörtímabili.

„Man ekki eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mælst jafn lágt á miðju kjörtímabili. Fyrra met í lágum tölum xD – ef ég man rétt- var eftir að flokkurinn gerði Ólaf F. Magnússon að borgarstjóra árið 2008 en jafnvel þá mældist flokkurinn hærri“ 

Dagur bendir á að enginn borgarfulltrúi hafi fengið jafn mikið pláss í fjölmiðlum og Vigdís Hauksdóttir en engu að síður missi flokkur hennar fylgi samkvæmt áðurnefndri könnun.

„Enginn borgarfulltrúi hefur fengið eins mikið pláss í fjölmiðlum og Vigdís Hauksdóttir. Hún ætlaði að fá 3-4 fulltrúa í kosningum en fékk einn. Lækkar nú enn fylgið og fær 5% og Flokkur fólksins dettur út með 2,8%. Gleðilegt að upphrópanir, bull og skútkast fái ekki meira.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá mörgum sveitarfélögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá mörgum sveitarfélögum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dóra Björt stendur keik – „Samherjamálið gerðist, gögn voru birt og Eyþór kemur við sögu. Það er einfaldlega þannig“

Dóra Björt stendur keik – „Samherjamálið gerðist, gögn voru birt og Eyþór kemur við sögu. Það er einfaldlega þannig“