fbpx
Fimmtudagur 22.janúar 2026
Eyjan

Meðalheildartekjur Íslendinga 573 þúsund á mánuði

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 09:36

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um laun Íslendinga árið 2019. Meðalheildartekjur einstaklinga á Íslandi í fyrra voru 573 þúsund krónur á mánuði og miðgildi launa 473 þúsund. Með miðgildi er átt við að helmingur einstaklinga voru með meira en 473 þúsund á mánuði og helmingur einstaklinga með lægri tekjur en það.

Yngsti þjóðfélagshópurinn, þeir 16-24 ára, voru með langlægstu tekjurnar eða um 231 þúsund á mánuði. Að sama skapi var elsti hópur fólks enn á vinnumarkaði, þeir 55-74 ára, með hæstu tekjurnar eða 517 þúsund krónur.

Meðaltekjur þeirra á eftirlaunaaldri, eða 67 ára og eldri, voru 517 þúsund krónur, sem er talsvert lægra en meðaltalið í landinu.

Bendir hagstofan sérstaklega á samsetningu tekna, en tekjuskattskyldar hefðbundnar atvinnutekjur eru langstærsti hluti heildartekna einstaklinga. Fer hlutur þeirra hratt minnkandi með hækkandi aldri og þegar komið er í 74+ aldursflokkinn eru þær svo gott sem horfnar. Eykst á móti hlutur fjármagnstekna og bóta af heildartekjum jafnt og þétt með hækkandi aldri.

Sjá má nánari upplýsingar á heimasíðu Hagstofunnar.

 

Árétting: Í fyrri útgáfu var talað um meðallaun, en réttara þótti að segja meðalheildartekjur. Er það hér með árettað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Kyrrstöðuflokkarnir þurftu að víkja úr ríkisstjórn til að eitthvað gerðist í málefnum fjölmiðla

Orðið á götunni: Kyrrstöðuflokkarnir þurftu að víkja úr ríkisstjórn til að eitthvað gerðist í málefnum fjölmiðla
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Mikilvægt að hafa Ingu og Flokk fólksins í ríkisstjórninni – sinnum hópum sem hafa verið hliðsettir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Mikilvægt að hafa Ingu og Flokk fólksins í ríkisstjórninni – sinnum hópum sem hafa verið hliðsettir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Ef samningurinn verður jafnvondur og Miðflokkurinn heldur fram greiði ég atkvæði á móti

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Ef samningurinn verður jafnvondur og Miðflokkurinn heldur fram greiði ég atkvæði á móti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Rangt að segja engar undanþágur í boði – öll aðildarríki hafa fengið varanlegar sérlausnir um sína grundvallarhagsmuni

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Rangt að segja engar undanþágur í boði – öll aðildarríki hafa fengið varanlegar sérlausnir um sína grundvallarhagsmuni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Gerum eins og Svíar – förum inn í ESB með höfuðið hátt og til að hafa áhrif

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Gerum eins og Svíar – förum inn í ESB með höfuðið hátt og til að hafa áhrif
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hafa skal það sem ljótara reynist

Sigmundur Ernir skrifar: Hafa skal það sem ljótara reynist