fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Eyjan

Meðalheildartekjur Íslendinga 573 þúsund á mánuði

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 09:36

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um laun Íslendinga árið 2019. Meðalheildartekjur einstaklinga á Íslandi í fyrra voru 573 þúsund krónur á mánuði og miðgildi launa 473 þúsund. Með miðgildi er átt við að helmingur einstaklinga voru með meira en 473 þúsund á mánuði og helmingur einstaklinga með lægri tekjur en það.

Yngsti þjóðfélagshópurinn, þeir 16-24 ára, voru með langlægstu tekjurnar eða um 231 þúsund á mánuði. Að sama skapi var elsti hópur fólks enn á vinnumarkaði, þeir 55-74 ára, með hæstu tekjurnar eða 517 þúsund krónur.

Meðaltekjur þeirra á eftirlaunaaldri, eða 67 ára og eldri, voru 517 þúsund krónur, sem er talsvert lægra en meðaltalið í landinu.

Bendir hagstofan sérstaklega á samsetningu tekna, en tekjuskattskyldar hefðbundnar atvinnutekjur eru langstærsti hluti heildartekna einstaklinga. Fer hlutur þeirra hratt minnkandi með hækkandi aldri og þegar komið er í 74+ aldursflokkinn eru þær svo gott sem horfnar. Eykst á móti hlutur fjármagnstekna og bóta af heildartekjum jafnt og þétt með hækkandi aldri.

Sjá má nánari upplýsingar á heimasíðu Hagstofunnar.

 

Árétting: Í fyrri útgáfu var talað um meðallaun, en réttara þótti að segja meðalheildartekjur. Er það hér með árettað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Tilbúinn lóðaskortur keyrir upp lóðaverð og hækkar íbúðaverð

Vilhjálmur Egilsson: Tilbúinn lóðaskortur keyrir upp lóðaverð og hækkar íbúðaverð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið