fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Eyjan

Meðalheildartekjur Íslendinga 573 þúsund á mánuði

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 09:36

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um laun Íslendinga árið 2019. Meðalheildartekjur einstaklinga á Íslandi í fyrra voru 573 þúsund krónur á mánuði og miðgildi launa 473 þúsund. Með miðgildi er átt við að helmingur einstaklinga voru með meira en 473 þúsund á mánuði og helmingur einstaklinga með lægri tekjur en það.

Yngsti þjóðfélagshópurinn, þeir 16-24 ára, voru með langlægstu tekjurnar eða um 231 þúsund á mánuði. Að sama skapi var elsti hópur fólks enn á vinnumarkaði, þeir 55-74 ára, með hæstu tekjurnar eða 517 þúsund krónur.

Meðaltekjur þeirra á eftirlaunaaldri, eða 67 ára og eldri, voru 517 þúsund krónur, sem er talsvert lægra en meðaltalið í landinu.

Bendir hagstofan sérstaklega á samsetningu tekna, en tekjuskattskyldar hefðbundnar atvinnutekjur eru langstærsti hluti heildartekna einstaklinga. Fer hlutur þeirra hratt minnkandi með hækkandi aldri og þegar komið er í 74+ aldursflokkinn eru þær svo gott sem horfnar. Eykst á móti hlutur fjármagnstekna og bóta af heildartekjum jafnt og þétt með hækkandi aldri.

Sjá má nánari upplýsingar á heimasíðu Hagstofunnar.

 

Árétting: Í fyrri útgáfu var talað um meðallaun, en réttara þótti að segja meðalheildartekjur. Er það hér með árettað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast