fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Eyjan

Björn Leví vill vita hvenær það má segja „fokkaðu þér“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill vita hvenær það telst í lagi að henda kurteisinni út um gluggann og segja fólki að fokka sér. Hann veltir þessari spurningu upp í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Við eigum að vera kurteis hvert við annað. Ákveðin háttsemi og gestrisni er til dæmis umfjöllunarefni margra kvæða í Hávamálum. Þar er talað um að góður orðstír deyr aldrei, að fróður sé sá sem spyr og svarar og hvernig gestir eiga ekki að ganga á gestrisni.“

Björn veltir þó fyrir sér hvað skuli gera þegar blekkingar og útúrsnúningar komi í stað kurteisinnar.

„Hvað áttu að gera þegar þú skilar góður verki en samstarfsmenn rengja það og rægja?“ 

Kurteisi er svarið

Svarið við þessu sé að því beri að svara með kurteisi.

„Við tekur yfirveguð umræða um hvers vegna mismunandi skoðanir eru á gæðum verksins. Hvað gerist hins vegar þegar straujað er yfir umræðuna með ósannindum? Hvar og hvenær hættir að vera hægt að svara ókurteisi á kurteisislegan hátt? Hvenær er gripið til þess að segja fólki að fara til fjandans eða að fo**a sér? Vegna þess að umræðan skilar bara bulli og ósvífni“ 

Björn er þarna að vísa til viðbragða stjórnarinnar við frumvarpi Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta. Stjórnin hafi talað um að frumvarpinu væri troðið í gegnum nefnd í hraði og án umræðu, þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið aðgengilegt velferðarnefnd í rúma sex mánuði og á þeim tíma hafi vel verið hægt að gera athugasemdir við það. Málið var kallað illa unnið, jafnvel sex mánuðum eftir að hægt var að leggja til breytingar.

„Tímaramminn til að breyta því í þingsályktun fyrir heilbrigðisráðherra var sagður of stuttur, en var jafnframt jafn langur og kjörtímabilið. Ekki er hægt að hafa mikið lengri frest en það“ 

Fokkaðu þér

Björn Leví sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé að fokka sér, eftir að hann birti grein á Vísi þar sem hann birti grein þar sem hann sagðist vilja afglæpavæðingu neysluskammta.

Sjá einnig: Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“

En sagði hann það í raun og veru?  Björn bendir á að hann hafi hreinlega verið að bjóða Kolbeini upp á meira viðeigandi fyrirsögn á hans málflutning þar sem í reynd væri hann að senda þau skilaboð til fórnalömb fíknar að þau mættu bara fokka sér.

„Ég bauð þing­manni Vinstri grænna upp á fyr­ir­sögn­ina „Fo**aðu þér“ eft­ir að hann sagði í grein á Vísi: „Og fyr­ir þau sem vilja bara fyr­ir­sagn­ir, þá er hér fyr­ir­sögn: Ég vil af­glæpa­væðingu neyslu­skammta.“ Mér fannst það viðeig­andi fyr­ir­sögn fyr­ir hann í staðinn fyr­ir þessa, þar sem hann var í raun að segja þetta við fórn­ar­lömb fíkn­ar þegar hann hafnaði frum­varpi Pírata. Ég sagði það vissu­lega þannig að það hefði mátt skilja það sem svo að ég væri að segja hon­um að fo**a sér. Ég neita því ekk­ert.“

Björn kveðst vera þeirrar skoðunar að kurteisi sé jafnan rétta leiðin í samskiptum. En í samhengi þess sem sagt var um frumvarp Pírata þá telur hann það enga ókurteisi að segja það sem hann sagði.

„Það var rangt að segja það, því það er ókurt­eisi í svona orðalagi. En sú ókurt­eisi blikn­ar í sam­an­b­urði við þá meðferð sem frum­varp Pírata fékk hjá stjórn­ar­meiri­hlut­an­um. Ég biðst því af­sök­un­ar á því sem ég sagði. Á sama tíma ef­ast ég um að við fáum af­sök­un­ar­beiðni frá þeim þing­mönn­um meiri­hlut­ans sem tjáðu sig óheiðarlega um málið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“