fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birtist pistill eftir Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann Vinstri grænna á Vísi þar sem hann lýsti því hvers vegna hann hafi ekki samþykkt frumvarp Pírata um afglæpvæðingu neysluskammta fíkniefna. Kolbeinn sagði í grein pistli sínum að að frumvarp Pírata hefði ekki verið unnið í því samráði sem óskað var eftir. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata er ekki sáttur með þessi skrif, en hann birti harðorðað svar á Facebook-síðu sinni.

„Ekki unnið í því samráði sem kallað hefur verið eftir í þessum málum“ – jú víst. Oft meira að segja í þau sjö ár sem þetta mál hefur verið unnið.

„Heilbrigðisráðherra mun leggja fram slíkt mál á næsta þingi.“ – af hverju var þá slegið af borðinu að gera þingsályktunartillögu um það? Mín spá er að ef það kemur mál á næsta þingi þá verði það svo lélegt að það „þarf að þroskast betur“ og verði aldrei samþykkt á þessu kjörtímabili.

„Píratar gerðu afgreiðslu á þessu frumvarpi að skilyrði fyrir því að þeir samþykktu þinglok. Fóru í málþóf til að ná þessu fram“ – málið náðist ekki úr nefnd fyrir síðustu áramót. Í kjölfarið átti að liðka fyrir þingmannamálum. Ekki var staðið við það samkomulag. Það hefði heldur ekki þurft neitt málþóf ef stjórnin hefði tekið einhvern af þessum endalausa tíma sem miðflokkurinn notaði í málþóf til þess að semja um þinglok. Þar var hins vegar enginn vilji og því þurftum við að ná athygli ykkar úr ræðustól. Málþófið var einfaldlega vegna þess að stjórnvöld vildu ekki gera neitt í þingmannamálum. Málþóf er líka valdmisbeitingartæki meirihluta líka, þú veist það alveg. Miðflokkurinn var í bullþófi en allt sem kom eftir það var á ykkar ábyrgð.

Í pistli sínum hafði Kolbeinn talað um að pólitísk umræða í dag væri farin að snúast of mikið um fyrirsagnir. Björn Leví á ekki í erfiðleikum með að gera sér mat úr því og gefur honum því eina slíka þegar hann segir Kolbeini að „fokka sér“.

Þá minnir Björn á að vinstri grænir hafi það á stefnuskrá sinni að afglæpavæða fíkniefni og þá kallar hann Kolbein „spaða“.

„Það sérkennilega hér var þó að Píratar heimtuðu að þingmenn annarra flokka afsöluðu sér rétti sínum til að greiða atkvæði í þingsal eftir samvisku sinni“ – hér er fyrirsögn fyrir þig: fokkaðu þér. Við vildum atkvæðagreiðslu um málið þar sem þingmenn geta beitt sannfæringu sinni. Þessi útúrsnúningur þinn er jafn ömurlegur og þessi málflutningur þinn í málinu. Ef þú vilt tala um pólaríseringu, þá er þessi grein á skala miðflokksins í skrumi. Þetta snerist um samninga. Ykkur var frjálst að hafna eða koma með tillögu um annað. Þingsályktunartillaga var í boði en yfirmenn þínir slógu það af borðinu. Kvartaðu í þeim en ekki okkur vegna þess.

„Höfundur er þingmaður Vinstri grænna“ – og stjórnmálasamtökin vinstri græn eru með það á stefnuskrá sinni að gera nákvæmlega það sem þetta mál fjallaði um.

Kolbeinn er spaði. Þessi grein lýsir spaðahætti mjög vel. Hvítt verður svart og svart verður gult.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2