fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór stendur við yfirlýsinguna um að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. júlí 2020 11:46

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Málið er miklu stærra en Icelandair. Það snýst um samningsrétt fólks í landinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson í viðtali við RÚV þar sem hann er spurður út í yfirlýsingu VR frá því á föstudag þar sem hvatt var til þess að stjórnarmenn frá VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna greiddu atkvæði gegn þátttöku sjóðsins í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair.

Yfirlýsingin var viðbragð við þeirri ákvörðun Icelandair á föstudag að slíta viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp öllum flugfreyjum. Um helgina var síðan höggvið á þann hnút er Icelandair og FFÍ skrifuðu undir nýjan kjarasamning.

Yfirlýsing VR hefur verið gagnrýnd og sögð vera óeðlileg afskipti af stjórn lífeyrissjóðs sem eigi að starfa sjálfstætt og taka ákvarðanir sem þjóna hagsmunum sjóðsfélaga. Félagsmenn í VR eru á meðal þeirra sem hafa lýst yfir óánægju með yfirlýsinguna.

RÚV spyr Ragnar hvort túlka megi yfirlýsinguna sem aðför að störfum félagsmanna VR sem starfa hjá Icelandair, annarra en flugfreyja. Sagði Ragnar Þór að VR væri breitt félag og aldrei yrði hundrað prósent ánægja með aðgerðir félagsins.

Ragnar segist standa við yfirlýsinguna þrátt fyrir að nýr samningur Icelandair og FFÍ hafi verið undirritaður. Hann segist jafnframt vona að Icelandair lifi af:

„Það vill ekki nokkur maður að félagið fari í þrot. En það er ekki sama hvernig þetta er gert. Það skiptir máli hvernig fyrirtækinu er bjargað. Það má ekki kosta okkur samningsréttinn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega