fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Eyjan

Bergþór kallar Sigurborgu „freku konuna“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins skrifaði pistil sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Í pistlinum gagnrýnir hann Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og Formann skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Rifrildi þeirra varða fyrst og fremst borgarlínu, sem að Miðflokksmenn hafa sett sig upp á móti.

Sigurborg Ósk: Áratugir frekra karla liðnir – gagnrýnir Davíð Oddsson í grein í Morgunblaðinu

Í gær hélt Sigurborg því fram að í áratugi hefðu sjónarmið frekra kalla ráðið samgöngumálum í borgum sem orsakaði það að einkabílar væru í forgangi. Bergþór svarar Sigurborgu sem hann kallar „freku konuna“ og segir jafnframt að rökin fyrir borgarlínu séu veruleikafirrt.

„Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, píratinn Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifaði grein í Morgunblaðið í gær. Þar lýsti hún því að tími freka karlsins væri liðinn. Þar vísaði formaðurinn til þess að tími framkvæmda á stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins sem ætlaðar væru til að liðka fyrir umferð fjölskyldubílsins hefði nú runnið sitt skeið á enda. Það er víst stefna freka karlsins að vilja liðka fyrir umferð!?

Formaður skipulags- og samgönguráðs má eiga það að hún hefur viðurkennt og að því er virðist beinlínis hreykt sér af því að ætla að þvinga íbúa höfuðborgarsvæðisins í borgarlínuna. Það verði meðal annars gert með því að tryggja „færri bílaakreinar og færri bílastæði“. Svo virðist sem freka konan sé hálfu verri en freki karlinn. Vilji og val borgarbúa virðist ekki skipta borgarfulltrúann nokkru máli. Samfélagsverkfræðin er allsráðandi og trúin á borgarlínuna virðist trompa öll rök og raunar alla tengingu við raunveruleikann.“

Bergþór ásakar Sigurborgu og aðra í meirihlutanum um svakalega frekju. Hann segir að meirihlutinn geri hvað sem er til að þrengja að fjölskyldubílnum.

„Það er ólíklegt að viðlíka frekja og yfirgangur hafi viðgengist á fyrri stigum hvað skipulagsmál höfuðborgarinnar varðar. Öll meðul virðast leyfileg þegar kemur að því að þrengja að fjölskyldubílnum, sem mikill meirihluti borgarbúa hefur þó valið sér sem meginferðamáta.

Lítil virðing formanns skipulags- og samgönguráðs (og forvera hennar) fyrir sjónarmiðum hins almenna borgarbúa endurspeglast í fjölmörgum málum. Grensásvegurinn var þrengdur, Hofsvallagatan var þrengd, strætóstoppistöð komið fyrir á miðri Geirsgötu, Hagatorg er ekki lengu hringtorg, battavöllur fellur af himnum ofan og svona mætti áfram telja. Framgangan gagnvart flugvellinum í Vatnsmýrinni er síðan kapítuli út af fyrir sig.“

Að lokum kallar Bergþór Viðreisn nýtt varadekk undir vagni borgarstjóra sem einungis sé ætlað til að koma vagninum á dekkjaverkstæði. Hann segir að slík dekk hafi gjarnan gengið undir ákveðnu nafni, en þar á hann eflaust við orðið „aumingjar“.

„Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Þegar fyrrverandi borgarstjóri henti 70.663 undirskriftum til stuðnings flugvallarstarfsemi í Vatnsmýri í ruslið, með þeim orðum að hann hefði nú reiknað með þeim fleiri, varð breyting á hvernig borgaryfirvöld taka tillit til sjónarmiða borgarbúa. Endalausar fréttir undanfarin ár, þar sem íbúar kvarta yfir því að ekkert mark sé tekið á umkvörtunum þeirra eða ábendingum, segja sína sögu.

Núverandi meirihluti Samfylkingarinnar í Reykjavík, með öllum sínum varadekkjum, virðist ætla að setja undir sig hausinn og þvinga íbúa höfuðborgarinnar inn í svokallaða borgarlínu. Allt gerist þetta nú í boði Viðreisnar, sem tók að sér að vera nýjasta varadekkið undir vagni borgarstjóra. Lítil veikluleg varadekk sem ætluð eru til þess eins að koma bifreið á næsta dekkjaverkstæði ganga undir ákveðnu nafni. Það kemur á óvart að flokkur Benedikts Jóhannessonar taki að sér að vera í því hlutverki.“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka og Sóley Tómasdóttir fyrrverandi Oddviti Vinstri grænna gagnrýna skrif Bergþórs á Twitter.

Andrés segir mikinn mun á því að skrifa um annars vegar „freka kalla“ og hins vegar „frekar konur“. Auk þess sem að Klaustursmálið hefði átt að fá Bergþór til að hugsa sig um áður en hann birti greinina.

Sóley skýtur á Bergþór og minnist einmitt á ummæli hans úr Klaustursmálinu, þegar hann kallaði Ingu Sæland „húrrandi klikkaða kuntu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“