fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Bæjarfulltrúi gefur launahækkun sína til góðgerðarsamtaka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 15:00

Friðþjófur Helgi Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, vildi frysta laun sín sem bæjarfulltrúi út árið vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Meirihluti bæjarstjórnar í Hafnarfirði felldi hins vegar tillögu minnihlutans þess efnis. Friðþjófur hefur því gripið til þess ráðs að gefa launhækkun sína til góðgerðarsamtaka.

Skömmu fyrir lok apríl lagði Samfylkingin fram tillögu á bæjarstjórnarfundi um að breyta þóknun til kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði þannig að hækkanir á þingfararkaupi, sem voru ákveðnar í byrjun árs en komu ekki til framkvæmda fyrr en í vor, næðu ekki til þeirra. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks felldi tillöguna.

Sex komma þriggja prósenta launahækkun til bæjarfulltrúa í Hafnarfirði gildir því frá áramótum og fengu bæjarfulltrúar uppsafnaða launahækkun greidda um síðustu mánaðamót. Nemur hún um 200 þúsund krónum.

Samkvæmt upplýsingum úr fundargerðum Hafnarfjarðarbæjar hækkar þóknun bæjarfulltrúa úr 286.310 kr. í 304.348 kr. á mánuði. Ofan á það leggst þóknun fyrir setu í ráðum og nefndum sem verður að lágmarki 140.468 kr. Áætlaður kostnaðarauki bæjarsjóðs vegna hækkunarinnar er 8.373.615 á ársgrundvelli.

Lætur hækkunina renna alla til góðgerðarsamtaka

Þann 29. maí birti Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, eftirfarandi færslu á Facebook-síðu sinni:

„Í lok apríl lögðum við fram tillögu þess efnis að frysta skyldi laun kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar út þetta ár í ljósi þeirrar stöðu sem ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar felldi þá tillögu okkar. Í dag komu til útborgunar laun sem fólu í sér talsverða hækkun aturvirkt frá áramótum. Ég sagði það skýrt í bæjarstjórn að ég myndi ekki þiggja þessa hækkun út þetta ár. Og við það stend ég. Eftir helgi mun ég láta góðgerðarsamtök njóta þeirrar hækkunar sem kom í minn hlut. Og það mun ég gera þau mánaðarmót sem eftir eru á þessu ári.“

Þann 1. júni segir Friðþjófur síðan:

„Ég vildi frysta laun mín sem bæjarfulltrúi út þetta ár. Ég vildi ekki að launin hækkuðu þegar margir umbjóðendur mínir voru að upplifa atvinnumissi og launalækkanir. En meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var ekki sammála mér og launin hækkuðu. Ég greiði því til baka til samfélagsins 200.000 kr. í 8 jöfnum greiðslum. Fyrsta greiðslan 25.000 kr. fór til Samferða góðgerðarsamtakanna í dag.“

Friðþjófur vildi lítið tjá sig um málið er DV hafði samband en staðfesti þó aðspurður að hann myndi tilkynna hverja greiðslu fyrir sig og hvaða góðgerðarsamtök njóti hverju sinni. Allar launahækkanir Friðþjófs sem bæjarfulltrúa út þetta ár munu renna til góðgerðarsamtaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki