fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Þinglok stranda á afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. júní 2020 08:00

Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Miðflokksins hættu málþófi sínu í gær eftir að samningar náðust við þá um að fjárlaganefnd afgreiði sérstakt framhaldsnefndarálit um frumvarp tengt Borgarlínu. Með því er komið til móts við sjónarmið flokksins. En þingmenn Miðflokksins höfðu ekki fyrr lokið málþófi sínu en Píratar hófu málþóf og hófu að ræða orkumál af krafti. Ástæðan er að þeir vilja fá mál sitt um afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu tekið til atkvæðagreiðslu fyrir þinglok en stjórnarmeirihlutinn hyggst leggja fram tillögu um að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar til frekari meðferðar. Samkomulag um þinglok strandar því á frumvarpi um afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að frumvarpi um skipun sendiherra verði frestað fram á haust en það hefur mætt mikilli andstöðu stjórnarandstöðunnar og umsagnaraðila. Unnið er að breytingum á umdeildu samkeppnislagafrumvarpi til að liðka fyrir samningum um þinglok. Fréttablaðið hefur eftir Birgi Ármannssyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, að samningar verði ekki í höfn fyrr en allir eru komnir um borð. Nú sé fyrirstaðan hjá Pírötum. Þeim standi til boða að málið verði tekið á dagskrá en þeir vilji einnig fá að ráða afgreiðslu málsins og þar strandi á samningum sem hafi að mestu náðst á milli þingflokka.

„Við viljum bara að annaðhvort verði frumvarpið samþykkt og gert að lögum eða þingmenn hafni því í atkvæðagreiðslu.“

Hefur Fréttablaðið eftir Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna