fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Morgunblaðið hjólar í Black Lives Matter – „Málfrelsi annarra í sinni einföldustu mynd snúið niður“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Black lives matter hafa verið áberandi í mótmælunum í Bandaríkunum á síðustu vikum í kjölfar andláts George Floyd af völdum lögreglumanns í Minneapolis í maí. Tilgangur samtakanna er að berjast gegn kynþáttamisrétti, og koma í veg fyrir kynþáttabundið ofbeldi í samfélagi svartra af völdum hins opinbera og annarra.

Sem kunnugt er hafa óeirðir í Bandaríkjunum magnast vegna málsins, þar sem skemmdarverk og ofbeldi eru daglegt brauð, bæði hjá mótmælendum og lögreglu.

Stórfyrirtæki kaupi sér vernd

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er samtökunum fundið ýmislegt til foráttu og þau gerð ábyrg fyrir upplausninni í Bandaríkjunum.

Þá er gagnrýnt að stórfyrirtæki skuli fjármagna þau með risastyrkjum og gefið í skyn að þau séu að kaupa sér vernd fyrir skemmdarverkum:

„En ein skrítnasta birtingarmyndin er að risafyrirtæki á borð við Amazon og önnur lítið minni hafa tekið þann kost að dæla óstjórnlegum fjárhæðum til þessara samtaka, sem þó hafa sýnt að kunna sér ekki hóf. Samkvæmt fréttum hefur Black Lives Matter fengið sem svarar til þriggja milljarða íslenskra króna frá Amazon og önnur risafyrirtæki hafa ekki heldur skorið fjárhæðir sínar við trog. Það er sjálfsagt tilviljun að skemmdarverkum hefur ekki verið beitt gegn þessum fyrirtækjum.“

Málfrelsi út fyrir öll mörk

Leiðarahöfundur nefnir að eigendur lítilla – og meðalstórra fyrirtækja í Bandaríkjunum hafi nú tapað þeim, eða heilsu sinni, við að verja þau, í hrinu rána og skemmdarverka:

„Um leið og „málfrelsi“ þeirra sem farið hafa þannig út fyrir öll mörk þess er varið er málfrelsi annarra í sinni einföldustu mynd snúið niður þegar bent er á hvar mannslíf bandarískra blökkumanna eru í langmestri hættu, svo að engan samanburð stenst við neitt. Hver maður sem eitthvað veit og sér getur ekki verið í neinum vafa um að verði löggæslan lömuð sjúkraliði lokaður aðgangur munu engir fara verr frá þeirri uppgjöf fyrir ofbeldinu en þeir sem menn þykjast vera að verja.“

Hatursviðbrögð og ógnarstjórn

Í leiðaranum er sagt að samtökin hafi haft tangarhald á demókrötum síðan 2016, sem lúti ógnarstjórn samtakanna:

„Samtökin „Black Lives Matter“ létu töluvert til sín taka í forsetakosningunum vestra haustið 2016. Og það var athyglisvert að þá beittu þau sér ekki síst gegn frambjóðendum demókrata og vildu knýja þá með illu undir sín merki. Framan af reyndu ýmsir þessara frambjóðenda að segja hið augljósa að „öll mannslíf“ skiptu máli, enda hafa þeir sjálfsagt talið að þessi samtök vildu knýja á um jafnrétti í þessum efnum sem öðrum. En engin viðbrögð önnur fengu eins logandi hatursviðbrögð og þau að vitna til þess að öll mannslíf skiptu máli. Létu frambjóðendur demókrata slíkt út úr sér var framboðsfundum þeirra hleypt upp með ógnvekjandi yfirgangi og hávaða. Forystumenn demókrata hafa því lyppast niður fyrir ógninni og krjúpa nú opinberlega á annað kné að kröfu samtakanna.“

Ítrekuð mannréttindabrot lögreglu

Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty international voru framdi lögreglan í Bandaríkjunum ítrekuð mannréttindabrot í minnst 125 óskyldum atvikum þar sem beitt var ofbeldi gegn mótmælendum frá 26. maí til 5. júní í 40 fylkjum Bandaríkjanna þar sem friðsamleg mótmæli fóru fram.

Barsmíðar, ólögleg notkun á táragasi og piparúða, ásamt ónauðsynlegri beitingu gúmmíkúla er meðal þess sem lögreglan og aðrar löggæslustofnanir beittu, ásamt þjóðvarðliðinu.

„Málið liggur ljóst fyrir. Þegar fylgismenn Black lives matter þustu út á göturnar í borgum og bæjum Bandaríkjanna, til að mótmæla friðsamlega rasisma og lögregluofbeldi, var þeim mætt með herafli og meira lögregluofbeldi,“

segir Brian Castner, ráðgjafi hjá Amnesty international.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki