fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

MMR: Miðflokkur missir fylgi – Samfylking bætir við sig

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 46,8% og minnkar um þrjú prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 49,8%. Þetta kemur fram í könnun MMR í dag.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,3%, tæplega tveimur prósentustigum meira en í könnun MMR sem gerð var um miðjan júní og tæpu prósentustigi meira en í könnun maímánaðar.

Fylgi Samfylkingar jókst um fjögur prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 16,3% og fylgi Pírata jókst um tæp tvö prósentustig og mældist nú 13,2%.

Þá minnkaði fylgi Framsóknarflokksins um þrjú prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 6,1% og fylgi Miðflokksins minnkaði um rúmlega fjögur prósentustig frá síðustu könnun og mældist nú 8,0%.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,3% og mældist 22,7% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,3% og mældist 12,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 13,2% og mældist 11,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,7% og mældist 11,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,0% og mældist 11,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 8,0% og mældist 12,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,1% og mældist 9,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,4% og mældist 4,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,5% og mældist 3,3% í síðustu könnun.
  • Stuðningur við aðra mældist 2,4% samanlagt.

Svipað og könnun Zenter

Zenter gerði könnun fyrir Fréttablaðið í dag um fylgi flokka. Eru niðurstöðurnar svipaðar og í könnun MMR, nema að Miðflokkurinn bætir örlítið við sig í stað þess að tapa fylgi.

  • Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi, mælist nú með 23,1% en mældist með 22,4% í maí. Flokkurinn fékk 25,3% atkvæða í síðustu kosningum.
  • Samfylkingin mælist nú með 16,1% fylgi, mældist með 15% í maí og fékk 12,1% í síðustu kosningum.
  • Píratar fá 13.6%, bæta við sig 1.7% frá því síðast. Fengu 9,2% í kosningum.
  • Miðflokkurinn mælist með 8,9% fylgi, mældist með 8,6% í maí og fékk 10,9% í síðustu kosningum.
  • Fylgi Viðreisnar mælist 10% nú, var 9,8% í maí en flokkurinn fékk 6,7% atkvæða í síðustu kosningum.
  • Vinstri græn tapa smávegis fylgi á milli kannana, mælast nú með 11,5% fylgi en mældust með 11,8% í síðustu könnun. Flokkurinn fékk 16,9% fylgi í síðustu kosningum.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 1,2 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Er nú 7,2% en var 8,4% í maí. Flokkurinn fékk 10,7% atkvæða í síðustu kosningum.
  • Fylgi Sósíalista mælist nú 3,8% en mældist 4,5% í síðustu kosningum.
  • Fylgi Flokks fólksins mælist nú 4,4% eins og í maí en flokkurinn fékk 6,9% fylgi í síðustu kosningum.
  • Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins mælast undir 5% fylgi sem er þröskuldurinn sem komast verður yfir til að fá jöfnunarþingmann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist