fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Meirihluti Íslendinga telur kynþáttafordóma algenga hér á landi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 08:00

Íbúar landsins eru af mörgum þjóðernum og tala mörg tungumál.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 57% Íslendinga telja kynþáttafordóma algenga hér á landi. 10% telja kynþáttfordóma mjög algenga og 47% telja þá frekar algenga. Rúmlega fjórðungur telur kynþáttafordóma sjaldgæfa og tæplega 17% telja þá hvorki algenga né sjaldgæfa. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag en það voru Zenter rannsóknir sem gerðu könnunina fyrir blaðið.

„Ég vona að Íslendingar séu að verða tilbúnir til að ræða þetta vandamál því það hefur verið mikil afneitun um tilvist kynþáttafordóma hér.“

Sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi, í samtali við blaðið. Hún sagðist hafa upplifað aukna viðurkenningu á vandamálinu hér á landi að undanförnu.

72% kvenna telja kynþáttafordóma algenga hér á landi en hjá körlum er hlutfallið 43%.

„Þegar ég lít til baka held ég að konur hafi verið duglegri en karlar við að deila upplifun af misrétti og fordómum, kannski hefur það áhrif og karlar sem spegla sig kannski frekar í öðrum körlum upplifi þetta síður.“

Er haft eftir Sönnu sem hvetur fleiri karla til að stíga fram og deila reynslu sinni af fordómum.

Þegar niðurstöðurnar eru flokkaðar niður eftir hvaða stjórnmálaflokka fólk kýs þá kemur í ljós að rúmlega 70% kjósenda Pírata og Vinstri grænna telja kynþáttafordóma algenga. Hlutfallið er aðeins lægra hjá kjósendum Samfylkingarinnar. Hjá kjósendum Viðreisnar og Flokks fólksins telja 56 og 57% að kynþáttafordómar séu algengir.

Tæplega 40% kjósenda Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru þeirrar skoðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar