fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sanna sýnir stuðning og deilir myndinni af „milljónasjöllunum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. maí 2020 12:00

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er hófst verkfall Eflingar í Kópavogsbæ, Seltjarn­ar­nes­bæ, Mos­fells­bæ og Ölfusi í vikunni eftir árangurslausar samningsviðræður sveitarfélaganna við Eflingu.

Jæja hópurinn deilir nú mynd á samfélagsmiðlum af bæjarstjórum þeirra sveitarfélaga sem um ræðir með yfirskriftinni:

„Milljónasjallarnir sem vilja ekki að láglaunafólk fái laun sem duga fyrir lífinu.“

Allir koma bæjarstjórarnir úr röðum Sjálfstæðisflokksins og allir eiga það sammerkt að vera með um tvær milljónir króna í laun á mánuði, miðað við greiðslur ársins 2019, samkvæmt myndinni.

Stuðningur í verki

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, deilir myndinni einnig á Facebook, en sem kunnugt er situr hún í minnihluta borgarstjórnar ásamt Sjálfstæðisflokknum.

Sanna skrifar engin skilaboð sjálf í deilingunni, en í texta Jæja hópsins segir:

„Deilið ef þið styðjið verkfallið!—Eflingarfólk fer nú fram á að fimm sveitarfélög hækki laun í samræmi við það sem samið var um í Reykjavík. Sveitarfélögin eru öll undir stjórn sjalla, fólks sem hefur milljónir í laun á mánuði, og það er ljóst að flokkurinn ætlar ekki að sýna kröfum láglaunafólks neinn skilning heldur þvert á móti. Allir eiga skilið launa sem duga. Styðjum hófsamar og réttlátar kröfur láglaunafólks!

Þessir bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins hafa þegar sýnt kjarabaráttu Eflingarfólks fullkomna vanvirðingu með því að hóta að setja lög á verkfallið og láta ekki ná í sig eins og bæjarstjóra Kópavogs sem virðist horfinn af yfirborði jarðar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu