fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vilja skapa 200 störf – Viðbótarfjárfestingar allt að sex milljarðar

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 11:36

Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á stjórnarfundi Veitna þann 8. apríl sl. voru samþykktar aðgerðir til að bregðast við þeim afleiðingum sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á atvinnulíf landsins. Veitur ætla að sýna „samfélagslega ábyrgð í verki“ og auka fjárfestingar í mannaflsfrekum verkefnum með það að leiðarljósi að viðhalda atvinnustigi í landinu eins og kostur er. Gert er ráð fyrir að hátt í 200 störf skapist vegna þessara framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Samþykkt var að auka fjárfestingar Veitna um samtals 2 milljarða króna á árinu 2020. Jafnframt var samþykkt að stefna að því að auka fjárfestingar á árinu 2021 um allt að 4 milljarða króna en endanleg ákvörðun um aukningu fjárfestinga á árinu 2021 kemur til afgreiðslu við gerð fjárhagsspár í haust. Þessar fjárfestingar bætast við áður fyrirhugaðar fjárfestingar Veitna sem nema um 9 milljörðum kr. árlega. Veitur munu því fjárfesta fyrir samtals 11 milljarða króna á þessu ári og líklega 14 milljarða króna árið 2021.

„Við erum afar stolt og ánægð með að Veitur geta lagt sín lóð á vogarskálarnar og aukið umsvif í hagkerfinu nú þegar hin lamandi hönd Covid-19 veirunnar hefur farið yfir landið. Þessar fjárfestingar okkar munu bæta dreifikerfi vatns- rafmagns- og fráveitu á starfssvæði Veitna. Verkefnin munu fjölga störfum  og samhliða auka samkeppnishæfni atvinnulífs og tryggja betri lífsgæði íbúa til framtíðar,“

segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna.

Mannaflsfrekar framkvæmdir

Í Hveragerði verður varmaskiptistöð hitaveitu stækkuð sem auka mun til muna afhendingaröryggi heits vatns til íbúa og fyrirtækja í bænum. Veitur munu einnig á næstunni hefjast handa við byggingu nýrrar 500 m2 starfsstöðvar sem í nýju iðnaðarhverfi Hveragerðis í Vorsabæ en hún mun þjóna starfsemi fyrirtækisins á Suðurlandi.

Í Borgarbyggð er áformað að bora nýja borholu vatns við Grábrók og auka lýsingu á neysluvatni auk þess sem endurbætur verða gerðar á vatnsbóli við Hvanneyri. Hitaveituframkvæmdir felast í endurnýjun safnlagna hitaveitu við Deildartungu og endurnýjun á Deildartunguæð við Grjóteyri og Hvanneyri. Mikil uppbygging hefur verið í fráveitu í Borgarbyggð á síðustu árum og verður nú farið í að tengja síðustu húsin í bænum við hana. Gert er ráð fyrir að þessar framkvæmdir kosti 440 m.kr.

Á Akranesi er í bígerð að taka upp nýtt vatnsból og byggð verður ný starfsstöð Veitna á Vesturlandi. 620 m.kr. verður varið í þessi verkefni.

Í Grundarfirði verður sett lýsingartæki við vatnsból og reistar girðingar til að tryggja gæði neysluvatns. Einnig verður farið í viðhald á vatnstanki.  Áætlað er að þessi verkefni kosti um 60 m.kr.

Afla á viðbótarvatns í Stykkishólmi og koma upp varavatnsbóli fyrir bæinn. Það kostar 70 m.kr.

Að auki verður farið í ýmis minni verkefni til að bæta rekstraröryggi og þjónustu, efla vatnsvernd og tryggja auðlindir til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“