fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Vigdís ósátt: „Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vill að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins gefi umsögn út frá öryggissjónarmiðum um þá ákvörðun borgarstjórann að loka Laugavegi frá Frakkastíg að Lækjargötu. Terlur hún að ef áætlanir um þetta gangi eftir gerði aðgengi sjúkrabíla, slökkviliðsbíla og lögreglu skert.

Vigdís lagði fram svohljóðandi tillögu á fundi Skipulags- og samgönguráðs í dag:

„Tillaga:

Lagt er til að fá álit/umsögn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og almannavörnum höfuðborgarsvæðisins hvað varðar þá ákvörðun að loka Laugaveginum frá Frakkastíg að Lækjargötu.

Greinargerð:

Gangi þessar áætlanir eftir er ljóst að aðgengi sjúkrabíla, slökkviliðsbíla og lögreglu verður mjög skert, því meirihlutinn boðar að fjölga eigi mjög útisvæðum fyrir utan veitingastaði á þann hátt að hægt verði að koma fyrir stólum, borðum, blómakerjum og bekkjum á göngugötunni sem til verður.

Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum þegar vá ber að, s.s. bruni, heilsufall, vopnuð rán á opnunartíma verslana- og veitingahúsa og líkamsárása.“

Tillögunni var vísað frá og er Vigdís ósátt við þá ákvörðun. Í samtali við DV sagði Vigdís:

„Þessari tillögu var vísað frá af meirihlutanum. Öryggissjónarmið eru að engu höfð. Það er grafalvarleg staðreynd. Margbúið er að vara borgaryfirvöld við aðgengisleysi þessara aðila í lokunarþráhyggju meirihlutans. Ekki er hlustað á þær raddir en rétt er að geta þess að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er formaður stjórnar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Ég kem til með að flytja hana í borgarráði á morgun og borgarstjórn á þriðjudaginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð